Draymond Green, leikmanni Golden State, var vísað úr húsi fyrir villu á Domantas Sabonis í leiknum og segir De'Aaron Fox, úr Kings-liðinu, það hafa verið vendipunktinn.
„Það færði okkur saman,“ sagði Fox eftir leik. „Við tókum samtalið og sögðum: „Við þurfum að vinna þennan leik“,“.
DE'AARON x DOMANTAS
— NBA (@NBA) April 18, 2023
Fox: 24 PTS, 5 REB, 9 AST, 4 STL
Sabonis: 24 PTS, 9 REB, 4 AST
Kings take a 2-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Qu7ZcmJByO
Leikurinn var býsna jafn en 12-5 kafli Sacramento á lokakaflanum skilaði þeim átta stiga sigri, 114-106.
Golden State er því 2-0 undir í einvíginu en þetta er í fyrsta skipti á ferli Stephen Curry hjá liðinu sem það lendir 2-0 undir í seríu í úrslitakeppni.
Curry var stigahæstur hjá Warriors í gær með 28 stig en hjá Kings skoruðu þeir Sabonis og Fox 24 stig hvor.
Sixers í góðri stöðu
Í Austurdeildinni tók Philadelphia 76ers þá einnig 2-0 forystu í sínu einvígi við Brooklyn Nets með 96-84 heimasigri.
Big night for Philly's big man. Sixers lead 2-0
— NBA (@NBA) April 18, 2023
Embiid: 20 PTS, 19 REB, 7 AST, 3 BLK
: Game 3 | Thursday | 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/KEi9U6ep4s
Tyrese Maxay fór fyrir Sixers með 33 stig en Joel Embiid og Tobias Harris voru báðir með tvöfalda tvennu; Harris var með 20 stig og tólf fráköst en Embiid með 20 stig og 19 fráköst, auk þess að gefa sjö stoðsendingar og verja þrjú skot.