Körfubolti

Tvö núll undir í fyrsta sinn á ferlinum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Curry og félagar eru í vandræðum.
Curry og félagar eru í vandræðum. Kevork Djansezian/Getty Images

Sacramento Kings leiða 2-0 gegn Golden State Warriors í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs. 

Draymond Green, leikmanni Golden State, var vísað úr húsi fyrir villu á Domantas Sabonis í leiknum og segir De'Aaron Fox, úr Kings-liðinu, það hafa verið vendipunktinn.

„Það færði okkur saman,“ sagði Fox eftir leik. „Við tókum samtalið og sögðum: „Við þurfum að vinna þennan leik“,“.

Leikurinn var býsna jafn en 12-5 kafli Sacramento á lokakaflanum skilaði þeim átta stiga sigri, 114-106.

Golden State er því 2-0 undir í einvíginu en þetta er í fyrsta skipti á ferli Stephen Curry hjá liðinu sem það lendir 2-0 undir í seríu í úrslitakeppni.

Curry var stigahæstur hjá Warriors í gær með 28 stig en hjá Kings skoruðu þeir Sabonis og Fox 24 stig hvor.

Sixers í góðri stöðu

Í Austurdeildinni tók Philadelphia 76ers þá einnig 2-0 forystu í sínu einvígi við Brooklyn Nets með 96-84 heimasigri.

Tyrese Maxay fór fyrir Sixers með 33 stig en Joel Embiid og Tobias Harris voru báðir með tvöfalda tvennu;  Harris var með 20 stig og tólf fráköst en Embiid með 20 stig og 19 fráköst, auk þess að gefa sjö stoðsendingar og verja þrjú skot.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×