Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 10:40 Í sex ár sóttu bæði Kristján Loftsson og Jón Gunnarsson ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hagsmunaaðilar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“ Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira