Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 10:40 Í sex ár sóttu bæði Kristján Loftsson og Jón Gunnarsson ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hagsmunaaðilar. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002. Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“ Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Árin 2003 til 2008, að báðum árum meðtöldum, átti einnig sæti í sendinefndunum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sem fulltrúi félagsins Sjávarnytja. Félagið er nú skráð sem „áhugamannafélag“ í Fyrirtækjaskrá en var í umsókn um kennitölu árið 1995 sagt stofnað um „nýtingu sjávardýra“. Jón var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 en er enn skráður stjórnarformaður og eigandi Sjávarnytja. Stjórnarformennsku hans er geti í hagsmunaskráningu á vef Alþingis. „Í áratugi hefur verið við lýði sú almenna venja að fulltrúar þeirra sem eru beinir hagsmunaaðilar eigi sæti í sendinefndum Íslands á alþjóðlegum fundum varðandi sjávarútvegsmál. Þetta er í raun framlenging af því að til undirbúnings samningsafstöðu á þessum fundum þarf að afmarka hagsmuni. Þá getur þetta haft þann tilgang að skapa hjá hagsmunaaðilunum skýrari skilning á stöðu mála, sem getur verið mikilvægt til að móta samningsafstöðu. Hagsmunaaðilar koma einnig jafnan með ákveðna sérfræðiþekkingu inn í sendinefndir, sem fulltrúar stjórnvalda hafa ekki,“ segir í svörum matvælaráðherra. „Þetta fyrirkomulag varðandi þátttöku hagsmunaaðila í sendinefndum á alþjóðlegum fundum um sjávarútvegsmál er fjarri því að vera séríslenskt fyrirbæri og um er að ræða fulltrúa þeirra sem hafa beina hagsmuni varðandi þau mál sem viðkomandi alþjóðlega stofnun eða ferli vinnur að.“ Þá segir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafi á árunum 2018, 2020 og 2022 viljað fá aðild að sendinefnd Íslands en að ekki hafi þótt ástæða til þess að bjóða þeim þátttöku þar sem engar ákvarðanir hefðu verið teknar um breytta meginstefnu Íslands innan ráðsins. Þess er þó ekki getið hvers vegna Hvalur átti fulltrúa umrædd ár. Ráðuneytið segir í svörunum að verulegur eðlismunur sé á hlutverki fulltrúa hagsmunaaðila og fulltrúa stjórnvalda innan sendinefnda og segir fyrrnefndu ekki hafa beina aðkomu að fundum. „Það eru eingöngu fulltrúar stjórnvalda sem sitja fundi formanna sendinefnda og þeir einir taka til máls á fundum og fara með atkvæði Íslands við ákvarðanatöku. Fulltrúum hagsmunaaðila er gefið færi á því að vera þátttakendur í sendinefnd Íslands að því leyti að þeim er jafnan heimilað að taka þátt í innri fundum sendinefndarinnar og fá þannig tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hins vegar eru ákvarðanir á fundum teknar á grundvelli þess samningsumboðs sem stjórnvöld hafa falið viðkomandi sendinefnd.“
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira