Innlent

Upp­sagnir hafnar hjá Ár­borg vegna fjár­hags­vanda

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hvorki Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri né aðrir stjórnendur sveitarfélagsins munu tjá sig meira að svo stöddu um uppsagnirnar.
Hvorki Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri né aðrir stjórnendur sveitarfélagsins munu tjá sig meira að svo stöddu um uppsagnirnar.

Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

„Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni.

Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg.

„Þær aðgerðir sem nú hefur verið gripið til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á um 100 starfsmenn,“ segir í tilkynningunni. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir.

Nánari upplýsingar um áhrif uppsagnanna á starfsemi og þjónustu verða kynntar síðar. Stjórnendur sveitarfélagsins munu ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall

Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×