Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Telma Lucinda Tómasson segir kvöldfréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson segir kvöldfréttir í kvöld.

Hafist var handa við að skera fé af bænum Urriðaá í Miðfirði í morgun en leit stendur yfir að stað til þess að urða hræin. Bændur í sveitinni lýsa stöðunni sem áfalli og segja alla vera með kökk í hálsinum.

Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá Miðfirði þar sem efnt hefur verið til íbúafundar í kvöld og ræðum við bændur og fulltrúa Matvælastofnunar.

Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Heimir Már Pétursson ræðir við forsætisráðherra og utanríkisráðherra um málið en þær undirstrika að kafbátarnir sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Þá skoðum við tíðindi um að útborgun sjúkradagpeninga hafi margfaldast hjá stéttarfélögunum, skoðum áhuga verktaka frá Japan, Þýskalandi og Spáni á að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss og verðum í beinni útsendingu frá breska sendiráðinu þar sem úkraínskir Eurovision-aðdáendur eru að taka forskot á tónlistar veisluna sem fram fer í Liverpool í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×