Innlent

Hótuðu ungum dreng með hnífi og stálu vespu hans

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Atvikið átti sér stað við Víkingsheimilið í kvöld.
Atvikið átti sér stað við Víkingsheimilið í kvöld. vísir/vilhelm

Lögreglu var fyrr í kvöld tilkynnt um rán þar sem 14 ára dreng var hótað með eggvopni og vespu hans stolið. 

Þessu greinir lögreglan á höfuðborgarsvæði frá á Facebook. Atvikið átti sér stað við Víkingsheimilið í Reykjavík í kvöld. 

„Vespan sem um ræðir er svört að lit, sem pilturinn fékk nýverið í fermingargjöf. Drengirnir tveir sem grunaðir eru um ránið var lýst á þann veg að þeir væri 16-17 ára gamlir, ca. 178 á hæð. Þeir hafi verið svartklæddir í primaloft úlpum og talað ensku. Þeir hafi báðir haft stutt hár og svartar augabrúnir. Drengirnir voru á blárri Tango F1 vespu, þegar þeir komu að.“

Lögregla biður alla sem kunna að hafa upplýsingar um málið að senda þær á gudrun.jack@lrh.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×