Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2023 09:00 Tónlistarmaðurinn Daniil ræddi við blaðamann um tónlistina og tilveruna en hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó annað kvöld. Vísir/Dóra Júlía Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. Álit mömmu mikilvægt „Ég ólst ekki beint upp í tónlistarumhverfi, fjölskyldan mín kemur mikið úr blaki og öðrum íþróttum. Ég held að ég sé fyrsti í fjölskyldunni til að vinna við tónlist,“ segir Daniil og bætir við að fjölskyldan styðji hann heils hugar í hans vegferð. „Mamma peppar mig sérstaklega mikið í þessu. Hún vinnur líka í Hlíðaskóla og það eru alltaf einhverjir krakkar að tala við hana um tónlistina mína, þannig að hún veit alveg hvað er að gerast og fylgist sjálf mjög vel með þessu. Hún hjálpar mér líka, segir mér til dæmis hvaða lög eru geggjuð og hvaða lög eru fín. Hún er með puttana í þessu sem er algjör snilld.“ Daniil segir að það sé verðmætt fyrir honum. „Álit mömmu skiptir miklu máli fyrir mig og mér finnst geggjað að hún sé að peppa rapp lögin mín. Það eru nefnilega oftast rapp lögin sem hún elskar mest, sem er fallegt.“ Daniil er umkringdur góðu fólki og fær stuðning bæði frá fjölskyldu og vinum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska rappið alltaf að verða betra Rapp senan er bæði stór og vinsæl hjá ungu fólki á Íslandi í dag og er Daniil mikil bókaður í partý og á böll hjá unga fólkinu. „Að mínu mati er íslenskt rapp alltaf að verða betra og íslenskt tónlistarfólk er svo mikið að grípa það sem er vinsælt úti.“ Hann segist duglegur að halda sér á tánum í tónlistinni. „Ég fylgist vel með senunni úti. Ég vísa oft í lög úti og segi pródúserunum sem ég vinn með að ég vilji gera eitthvað í svipuðum stíl. Þannig að það hefur mikil áhrif á tónlistina mína.“ Daniil er duglegur að halda sér á tánum þegar það kemur að tónlistinni.Axel Magnús Kristjánsson Af hjólabrettinu yfir í tónlist Daniil var skírður Daníel en hefur þó aldrei notað það nafn. „Mamma er rússnesk og hefur alltaf kallað mig Daniil. Í Rússlandi heiti ég Daniil og ég hef alltaf haldist í Daniil, alltaf kynnt mig svoleiðis og allir í kringum mig kalla mig það. Ég hef aldrei verið kallaður neitt annað.“ Daniil var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2023.Vísir/Hulda Margrét Hann ólst upp í Árbæ og var mikið á hjólabretti á sínum yngri árum. „Svo meiddist ég í hnénu og eftir það fór ég að stússast í tónlist, svona sautján ára gamall. Ég gaf út fyrsta lagið mitt stuttu eftir að ég byrjaði að gefa tónlist og síðan þá fór boltinn að rúlla.“ Tónlistaráhuginn kviknaði ekki hjá honum að alvöru fyrr en á unglingsárunum. „Ég hlustaði lítið á tónlist yfir höfuð þangað til ég var svona fimmtán ára og var á hjólabretti. Þá heyrði ég fyrst rapparann Chief Keef og ég varð bara ástfanginn af þessu hljóði og þessari tónlist. Þetta er svona amerískt drill og eftir að ég heyrði tónlistina hans byrjaði ég að gera tónlist upp á flippið með vinum mínum. Listamanns nafnið mitt Daniil 300 kemur frá honum, Chief Keef 3hunna. Þetta drill hefur verið í hjartanu mínu allar götur síðan.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið 3hunna eftir Chief Keef: Tónlistin verið draumurinn Þó að hann hafi ekki hlustað mikið á tónlist í æsku hefur Daniil alltaf langað til að verða tónlistarmaður. „Þegar ég var lítill var það einhvern veginn alltaf draumurinn. Ég var í fótbolta en vissi að það væri ekki staðurinn fyrir mig. Þegar afi minn var að hlusta á tónlist þegar ég var krakki hlustaði ég með honum og hugsaði með mér hvað það væri geggjað að geta orðið tónlistarmaður.“ Það er ljóst að draumurinn hefur ræst hjá honum. „Að geta unnið við þetta er svo geggjað og að það gangi upp líka, maður trúir því stundum ekki. En á sama tíma er maður bara kominn hingað og þetta er að virka, það er frábær tilfinning.“ Daniil segir frábært að átta sig á því að tónlistarferill hans sé að ganga upp.Axel Magnús Kristjánsson Veltir framtíðinni ekki of mikið fyrir sér Hann segist þó aldrei geta verið viss um framtíðina en eyðir heldur ekki miklu púðri í að hugsa um það. „Þessu er aldrei lofað, sérstaklega í íslenska tónlistarheiminum. Við erum tæplega 350 þúsund manns sem búum hérna og það er erfitt að halda boltanum stöðugt gangandi, en ég efast samt ekki um sjálfan mig. Ég upplifði það alveg einu sinni að ganga í gegnum efasemdir, ég er líka ekki búinn með nám og er bara í tónlistinni. Svo bara hætti ég að pæla í því og ég ætla bara að sjá til hvað ég verð eftir fimm eða tíu ár, ég vil helst ekkert pæla í því núna. Ég vil bara elta vindinn og sjá hvert hann tekur mig. Ég passa bara að fylgjast líka með því sem er að gerast úti og koma með það hingað til Íslands. Það sem er heitt úti í Ameríku er til dæmis eitthvað sem fer víðar. Þannig maður þarf að passa hvernig maður stýrir boltanum.“ View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Heillast að fjölbreyttum tónlistarstíl Daniil ætlar ekki að takmarka sig eingöngu við rappið. „Ég tel mig sem tónlistarmann, augljóslega eru flest lögin mín rapplög en ég er af og til að henda út popplögum og ögra mér. Mig langar að prófa fleiri tónlistartegundir og ef það gengur ekki upp þá bara er það svoleiðis. Þá er alltaf hægt að halda áfram með rappið. Mér finnst mikilvægt að koma sér út í staðinn fyrir að halda sig bara við einn flokk, það er gaman að reyna að ná til ólíkra hópa þannig ég er alltaf til í að taka áhættu. Þið gætuð alveg eins búist við rokklagi frá mér næst, segir hann brosandi. Samkvæmt honum er hann líka rétt að byrja. Mér finnst gaman að dunda mér í tónlist. Ég lít ekki á þetta sem vinnu, ég er mikið uppi í stúdíói og ef að ég er að gera eitthvað sem mér finnst virka vel þá gef ég það bara út án þess að pæla í því hvað einhverjum öðrum finnst.“ Í spilaranum hér að neðan má sá flutning Daniils og Joey Christ á Hlustendaverðlaununum í ár: Lærði söng hjá Frikka Dór Sem áður segir gaf Daniil nýverið út plötuna 600. Hann gaf út fyrstu plötuna sína, 300, árið 2019 og síðasta sumar gaf hann út lagið Ef þeir vilja beef, sem var eitt vinsælasta rapplag ársins 2022. Á nýju plötunni fær hann til sín góða gesti og þar á meðal stórstjörnuna Friðrik Dór. „Það er klikkað hvernig tengingin mín við Frikka Dór er en þegar ég var níu ára fór ég á söngnámskeið hjá honum. Mamma mín tróð mér í það, sem var samt geðveikt. Svo var ég með þetta lag, Aleinn, sem fólkið í kringum mig var að bregðast mjög vel við. Þannig að ég fór með það upp í Öldu Music og þau heyrðu í Frikka og hann var mega til. Rest is history. Núna er ég bara með lag með Frikka Dór, sem er risastórt.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið ALEINN með Daniil og Frikka Dór: Klippa: Daniil ft. Friðrik Dór - ALEINN Aðspurður hvort hann eigi einhverja fleiri drauma samstarfsaðila í tónlist svarar Daniil: „Mig langar að gera lag með Aroni Can og líka Bubba, vonandi gerist það bráðlega.“ Ólíkar sögur saman á plötu Á plötunni 600 má finna ólíkar tónlistartegundir og segist Daniil hafa unnið hana út frá því að hún væri ekki ein samfelld saga. „Hvert og eitt lag segir ákveðna sögu og þetta er bland í poka. Innblásturinn kemur úr ólíkum áttum fyrir hvert lag. Ég gerði helling af lögum og valdi svo átta bestu fyrir plötuna. Markmiðið var að hafa þetta fyrir alla, ef þú hlustar í gegn sé eitthvað lag sem nær til þín. Ég freestyle-a í flestum rapplögum, ég skrifa ekkert niður fyrir fram. Ég fer bara að míkrófóninum, finn eitthvað ákveðið til að rappa upp og elti það svo í einhverju flæði.“ Daniil freestyle-ar gjarnan í rapplögunum sínum.Axel Magnús Kristjánsson Tónlistin tekur öllum tilfinningum Aðspurður hvað tónlistin þýði fyrir honum svarar Daniil: „Tónlist er mjög góð leið til að koma tilfinningunum þínum út. Að gera tónlist er eins og að mála mynd. Að gera eitthvað lag og þú getur komið út með það hvernig þér líður. Þetta fer svo mikið eftir því hvernig þér líður. Þú getur mætt upp í stúdíó í hvaða tilfinningalega ástandi sem er og gert lag um það. Tónlistin mín fer algjörlega eftir skapi, ég er ekkert alltaf í stuði og ferskur á því, og lagið fer eftir því. Tónlistin litar myndina fyrir mig. Svo geri ég góða hluti úr því hvernig mér líður hverju sinni.“ Þakklátur fyrir hrósin Þrátt fyrir að vera orðinn þekktur í samfélaginu segir Daniil að athyglin angri hann ekki. „Það böggar mig ekkert, mér finnst það gaman. Þegar ég fer niður í bæ finnst mér til dæmis mikilvægt að spjalla við þá sem vilja spjalla við mig. Ég ýti aldrei neinum frá mér heldur tek ég mér minn tíma og tala við fólk. Það er líka gott að heyra þetta allt og frábært þegar fólk hrósar manni, ég kann ótrúlega vel að meta það. Mér finnst bara geðveikt að fólk gefi sér tíma í það.“ Daniil er einhleypur og segist ekki vera að leita að ástinni eins og er. „Nei, ekki núna. Tónlistin er aðalatriðið núna, ég er ekki einu sinni í námi núna. Það er alltof mikið að gera og hausinn minn er á öðrum stað. En þegar ég er búinn að gera það sem ég þarf að gera þá veit maður aldrei,“ segir hann kíminn. Daniil kann vel að meta fólk sem gefur sér tíma til að hrósa tónlistinni hans.Axel Magnús Kristjánsson Má ekki heimsækja fjölskylduna í Rússlandi Daniil er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta unnið í tónlist og deilir einni sturlaðri staðreynd með blaðamanni. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ segir Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Fyrstu tónleikarnir Það er nóg um að vera hjá þessum upprennandi tónlistarmanni, sem heldur sína fyrstu tónleika á morgun. Umræddir útgáfutónleikar verða í Gamla bíói annað kvöld og húsið opnar klukkan 20:00. Nánari upplýsingar má finna hér en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð. „Þetta verður geggjað, tónlistarmennirnir Ízleifur og Issi taka nokkur lög og síðan verða líka nokkrir mjög góðir leynigestir. Ég er líka að fara að taka gömlu lögin mín, Audi og lög af 300 plötunni, síðan tek ég auðvitað nýju plötuna í heild sinni. Þetta verður mega skemmtilegt kvöld og ég lofa að vera með mjög góðan flutning. Ég get ekki beðið eftir þessu, ég hef aldrei haldið tónleika áður svona undir mínu eigin nafni. Þetta eru því fyrstu tónleikarnir mínir og þetta verður bara frá mér til ykkar,“ segir Daniil að lokum. Hér má hlusta á Daniil á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Tengdar fréttir Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 17. mars 2023 21:08 „Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Álit mömmu mikilvægt „Ég ólst ekki beint upp í tónlistarumhverfi, fjölskyldan mín kemur mikið úr blaki og öðrum íþróttum. Ég held að ég sé fyrsti í fjölskyldunni til að vinna við tónlist,“ segir Daniil og bætir við að fjölskyldan styðji hann heils hugar í hans vegferð. „Mamma peppar mig sérstaklega mikið í þessu. Hún vinnur líka í Hlíðaskóla og það eru alltaf einhverjir krakkar að tala við hana um tónlistina mína, þannig að hún veit alveg hvað er að gerast og fylgist sjálf mjög vel með þessu. Hún hjálpar mér líka, segir mér til dæmis hvaða lög eru geggjuð og hvaða lög eru fín. Hún er með puttana í þessu sem er algjör snilld.“ Daniil segir að það sé verðmætt fyrir honum. „Álit mömmu skiptir miklu máli fyrir mig og mér finnst geggjað að hún sé að peppa rapp lögin mín. Það eru nefnilega oftast rapp lögin sem hún elskar mest, sem er fallegt.“ Daniil er umkringdur góðu fólki og fær stuðning bæði frá fjölskyldu og vinum. Vísir/Hulda Margrét Íslenska rappið alltaf að verða betra Rapp senan er bæði stór og vinsæl hjá ungu fólki á Íslandi í dag og er Daniil mikil bókaður í partý og á böll hjá unga fólkinu. „Að mínu mati er íslenskt rapp alltaf að verða betra og íslenskt tónlistarfólk er svo mikið að grípa það sem er vinsælt úti.“ Hann segist duglegur að halda sér á tánum í tónlistinni. „Ég fylgist vel með senunni úti. Ég vísa oft í lög úti og segi pródúserunum sem ég vinn með að ég vilji gera eitthvað í svipuðum stíl. Þannig að það hefur mikil áhrif á tónlistina mína.“ Daniil er duglegur að halda sér á tánum þegar það kemur að tónlistinni.Axel Magnús Kristjánsson Af hjólabrettinu yfir í tónlist Daniil var skírður Daníel en hefur þó aldrei notað það nafn. „Mamma er rússnesk og hefur alltaf kallað mig Daniil. Í Rússlandi heiti ég Daniil og ég hef alltaf haldist í Daniil, alltaf kynnt mig svoleiðis og allir í kringum mig kalla mig það. Ég hef aldrei verið kallaður neitt annað.“ Daniil var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2023.Vísir/Hulda Margrét Hann ólst upp í Árbæ og var mikið á hjólabretti á sínum yngri árum. „Svo meiddist ég í hnénu og eftir það fór ég að stússast í tónlist, svona sautján ára gamall. Ég gaf út fyrsta lagið mitt stuttu eftir að ég byrjaði að gefa tónlist og síðan þá fór boltinn að rúlla.“ Tónlistaráhuginn kviknaði ekki hjá honum að alvöru fyrr en á unglingsárunum. „Ég hlustaði lítið á tónlist yfir höfuð þangað til ég var svona fimmtán ára og var á hjólabretti. Þá heyrði ég fyrst rapparann Chief Keef og ég varð bara ástfanginn af þessu hljóði og þessari tónlist. Þetta er svona amerískt drill og eftir að ég heyrði tónlistina hans byrjaði ég að gera tónlist upp á flippið með vinum mínum. Listamanns nafnið mitt Daniil 300 kemur frá honum, Chief Keef 3hunna. Þetta drill hefur verið í hjartanu mínu allar götur síðan.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið 3hunna eftir Chief Keef: Tónlistin verið draumurinn Þó að hann hafi ekki hlustað mikið á tónlist í æsku hefur Daniil alltaf langað til að verða tónlistarmaður. „Þegar ég var lítill var það einhvern veginn alltaf draumurinn. Ég var í fótbolta en vissi að það væri ekki staðurinn fyrir mig. Þegar afi minn var að hlusta á tónlist þegar ég var krakki hlustaði ég með honum og hugsaði með mér hvað það væri geggjað að geta orðið tónlistarmaður.“ Það er ljóst að draumurinn hefur ræst hjá honum. „Að geta unnið við þetta er svo geggjað og að það gangi upp líka, maður trúir því stundum ekki. En á sama tíma er maður bara kominn hingað og þetta er að virka, það er frábær tilfinning.“ Daniil segir frábært að átta sig á því að tónlistarferill hans sé að ganga upp.Axel Magnús Kristjánsson Veltir framtíðinni ekki of mikið fyrir sér Hann segist þó aldrei geta verið viss um framtíðina en eyðir heldur ekki miklu púðri í að hugsa um það. „Þessu er aldrei lofað, sérstaklega í íslenska tónlistarheiminum. Við erum tæplega 350 þúsund manns sem búum hérna og það er erfitt að halda boltanum stöðugt gangandi, en ég efast samt ekki um sjálfan mig. Ég upplifði það alveg einu sinni að ganga í gegnum efasemdir, ég er líka ekki búinn með nám og er bara í tónlistinni. Svo bara hætti ég að pæla í því og ég ætla bara að sjá til hvað ég verð eftir fimm eða tíu ár, ég vil helst ekkert pæla í því núna. Ég vil bara elta vindinn og sjá hvert hann tekur mig. Ég passa bara að fylgjast líka með því sem er að gerast úti og koma með það hingað til Íslands. Það sem er heitt úti í Ameríku er til dæmis eitthvað sem fer víðar. Þannig maður þarf að passa hvernig maður stýrir boltanum.“ View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Heillast að fjölbreyttum tónlistarstíl Daniil ætlar ekki að takmarka sig eingöngu við rappið. „Ég tel mig sem tónlistarmann, augljóslega eru flest lögin mín rapplög en ég er af og til að henda út popplögum og ögra mér. Mig langar að prófa fleiri tónlistartegundir og ef það gengur ekki upp þá bara er það svoleiðis. Þá er alltaf hægt að halda áfram með rappið. Mér finnst mikilvægt að koma sér út í staðinn fyrir að halda sig bara við einn flokk, það er gaman að reyna að ná til ólíkra hópa þannig ég er alltaf til í að taka áhættu. Þið gætuð alveg eins búist við rokklagi frá mér næst, segir hann brosandi. Samkvæmt honum er hann líka rétt að byrja. Mér finnst gaman að dunda mér í tónlist. Ég lít ekki á þetta sem vinnu, ég er mikið uppi í stúdíói og ef að ég er að gera eitthvað sem mér finnst virka vel þá gef ég það bara út án þess að pæla í því hvað einhverjum öðrum finnst.“ Í spilaranum hér að neðan má sá flutning Daniils og Joey Christ á Hlustendaverðlaununum í ár: Lærði söng hjá Frikka Dór Sem áður segir gaf Daniil nýverið út plötuna 600. Hann gaf út fyrstu plötuna sína, 300, árið 2019 og síðasta sumar gaf hann út lagið Ef þeir vilja beef, sem var eitt vinsælasta rapplag ársins 2022. Á nýju plötunni fær hann til sín góða gesti og þar á meðal stórstjörnuna Friðrik Dór. „Það er klikkað hvernig tengingin mín við Frikka Dór er en þegar ég var níu ára fór ég á söngnámskeið hjá honum. Mamma mín tróð mér í það, sem var samt geðveikt. Svo var ég með þetta lag, Aleinn, sem fólkið í kringum mig var að bregðast mjög vel við. Þannig að ég fór með það upp í Öldu Music og þau heyrðu í Frikka og hann var mega til. Rest is history. Núna er ég bara með lag með Frikka Dór, sem er risastórt.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið ALEINN með Daniil og Frikka Dór: Klippa: Daniil ft. Friðrik Dór - ALEINN Aðspurður hvort hann eigi einhverja fleiri drauma samstarfsaðila í tónlist svarar Daniil: „Mig langar að gera lag með Aroni Can og líka Bubba, vonandi gerist það bráðlega.“ Ólíkar sögur saman á plötu Á plötunni 600 má finna ólíkar tónlistartegundir og segist Daniil hafa unnið hana út frá því að hún væri ekki ein samfelld saga. „Hvert og eitt lag segir ákveðna sögu og þetta er bland í poka. Innblásturinn kemur úr ólíkum áttum fyrir hvert lag. Ég gerði helling af lögum og valdi svo átta bestu fyrir plötuna. Markmiðið var að hafa þetta fyrir alla, ef þú hlustar í gegn sé eitthvað lag sem nær til þín. Ég freestyle-a í flestum rapplögum, ég skrifa ekkert niður fyrir fram. Ég fer bara að míkrófóninum, finn eitthvað ákveðið til að rappa upp og elti það svo í einhverju flæði.“ Daniil freestyle-ar gjarnan í rapplögunum sínum.Axel Magnús Kristjánsson Tónlistin tekur öllum tilfinningum Aðspurður hvað tónlistin þýði fyrir honum svarar Daniil: „Tónlist er mjög góð leið til að koma tilfinningunum þínum út. Að gera tónlist er eins og að mála mynd. Að gera eitthvað lag og þú getur komið út með það hvernig þér líður. Þetta fer svo mikið eftir því hvernig þér líður. Þú getur mætt upp í stúdíó í hvaða tilfinningalega ástandi sem er og gert lag um það. Tónlistin mín fer algjörlega eftir skapi, ég er ekkert alltaf í stuði og ferskur á því, og lagið fer eftir því. Tónlistin litar myndina fyrir mig. Svo geri ég góða hluti úr því hvernig mér líður hverju sinni.“ Þakklátur fyrir hrósin Þrátt fyrir að vera orðinn þekktur í samfélaginu segir Daniil að athyglin angri hann ekki. „Það böggar mig ekkert, mér finnst það gaman. Þegar ég fer niður í bæ finnst mér til dæmis mikilvægt að spjalla við þá sem vilja spjalla við mig. Ég ýti aldrei neinum frá mér heldur tek ég mér minn tíma og tala við fólk. Það er líka gott að heyra þetta allt og frábært þegar fólk hrósar manni, ég kann ótrúlega vel að meta það. Mér finnst bara geðveikt að fólk gefi sér tíma í það.“ Daniil er einhleypur og segist ekki vera að leita að ástinni eins og er. „Nei, ekki núna. Tónlistin er aðalatriðið núna, ég er ekki einu sinni í námi núna. Það er alltof mikið að gera og hausinn minn er á öðrum stað. En þegar ég er búinn að gera það sem ég þarf að gera þá veit maður aldrei,“ segir hann kíminn. Daniil kann vel að meta fólk sem gefur sér tíma til að hrósa tónlistinni hans.Axel Magnús Kristjánsson Má ekki heimsækja fjölskylduna í Rússlandi Daniil er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta unnið í tónlist og deilir einni sturlaðri staðreynd með blaðamanni. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ segir Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Fyrstu tónleikarnir Það er nóg um að vera hjá þessum upprennandi tónlistarmanni, sem heldur sína fyrstu tónleika á morgun. Umræddir útgáfutónleikar verða í Gamla bíói annað kvöld og húsið opnar klukkan 20:00. Nánari upplýsingar má finna hér en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð. „Þetta verður geggjað, tónlistarmennirnir Ízleifur og Issi taka nokkur lög og síðan verða líka nokkrir mjög góðir leynigestir. Ég er líka að fara að taka gömlu lögin mín, Audi og lög af 300 plötunni, síðan tek ég auðvitað nýju plötuna í heild sinni. Þetta verður mega skemmtilegt kvöld og ég lofa að vera með mjög góðan flutning. Ég get ekki beðið eftir þessu, ég hef aldrei haldið tónleika áður svona undir mínu eigin nafni. Þetta eru því fyrstu tónleikarnir mínir og þetta verður bara frá mér til ykkar,“ segir Daniil að lokum. Hér má hlusta á Daniil á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Tengdar fréttir Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 17. mars 2023 21:08 „Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 17. mars 2023 21:08
„Það er ekkert plan B“ Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn í fyrra en hann byrjaði í tónlist eftir að vinur hans fékk Macbook tölvu þegar þeir voru yngri. Honum finnst allt skemmtilegt við tónlistarbransann og stefnir bara lengra. Daniil er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. 13. mars 2023 08:01