Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Haukur Logi Jóhannsson skrifar 19. apríl 2023 13:31 Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Þetta kemur þó ekkert mikið á óvart fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum heimi. Stóra spurningin er bara hvað ætla stjórnvöld nú að gera? Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Því er þessi nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunar ákveðinn áfellisdómur á stjórnvöld. Það eru hinsvegar tilbúnar lausnir sem þyrfti ekki að eyða löngum nefndarfundum í að ræða og góð samstaða ætti að geta náðst um. Staðlaðar lausnir sem stjórnvöld víðsvegar um heim reiða sig á og eru að ná mun betri árangri heldur en Íslendingar með slík vopn í hendi sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 og við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í því. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar? Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður: ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun. ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar? ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum. Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga. Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri stjórnun og orkunýtingu ásamt umhverfisvænum innviðum og stefnum. Hvað er til í ISO safninu? ISO 14000 er sett umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru: ÍST EN ISO 14001, Environmental management systems - Requirements with guidance for use ÍST EN ISO 14004, Environmental management systems - General guidelines on implementation ÍST EN ISO 14006, Environmental management - Guidelines for incorporating ecodesign ÍST EN ISO 14040, Environmental management - Life cycle assessment - Principles and frameworks ÍST EN ISO 14044, Environmental management - Life cycle assessment - Requirements and guidelines Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda ÍST EN ISO 14064, Greenhouse gases ÍST EN ISO 14065, Greenhouse gases - Requirements for greenhouse gas validation and verification bodies for use in accreditation or other forms of recognition Mótvægisaðgerðir og aðlögun ISO 14080, Greenhouse gas management and related activities - Framework and principles for methodologies on climate actions ISO 14090, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines ISO 14091, Adaptation to climate change - Vulnerability, impacts and risk assessment ISO 14092, GHG management and related activities: requirement and guidance of adaptation planning for organizations including local governments and communities Fjármögnun grænna loftslagsverkefna ISO 14030, Green bonds - Environmental performance of nominated projects and assest (frumvarp) Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum ISO 14020, Environmental labels and declarations - General principles ISO 14026, Environmental labels and declarations - Principles, requirements and guidelines for communication of footprint information ISO 14063, Environmental management - Environmental communication - Guidelines and examples ISO 21930, Sustainability in buildings and civil engineering works - Core rules for environmental product declarations of construction products and services Heimsmarkaður með hreina orku ISO 14034, Environmental management - Environmental technology verification(ETV) ISO 50001, Energy management systems - Requirements with guidance for use Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má hér. Að lokum má nefna séríslenska tækniforskrift, ÍST TS 92 – Kolefnisjöfnun, sem var gefin út í september í fyrra og er hugsuð sem viðbót við ISO 14064 staðlaröðina og gerir fyrirtækjum á Íslandi kleift að kolefnisjafna rekstur sinn með skilvirkum hætti og loftslagsverkefnum að framleiða vottaðar kolefniseiningar. Við Íslendingar þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Þetta er allt saman til og aðgengilegt svo við getum byrjað að raunverulega draga úr losun og byggja sjálfbært samfélag. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnistjóri hjá Íslenskir staðlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Þetta kemur þó ekkert mikið á óvart fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessum heimi. Stóra spurningin er bara hvað ætla stjórnvöld nú að gera? Fá málefni samtímans eru eins aðkallandi og að bregðast við loftslagsbreytingum. Því er þessi nýjasta skýrsla Umhverfisstofnunar ákveðinn áfellisdómur á stjórnvöld. Það eru hinsvegar tilbúnar lausnir sem þyrfti ekki að eyða löngum nefndarfundum í að ræða og góð samstaða ætti að geta náðst um. Staðlaðar lausnir sem stjórnvöld víðsvegar um heim reiða sig á og eru að ná mun betri árangri heldur en Íslendingar með slík vopn í hendi sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Heimurinn glímir við mörg vandamál en loftslagið sameinar okkur. Það er því nauðsynlegt að samstaða um mótvægisaðgerðir séu sem mestar til að árangur náist. Samstöðuna höfum við séð raungerast í Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 og við Íslendingar höfum tekið virkan þátt í því. Orð og aðgerðir fylgjast hins vegar ekki alltaf að og góðum fyrirheitum fylgja ekki alltaf raunverulegar aðgerðir í loftslagsmálum. Vandamálin eru oft af efnahagslegum toga en í sumum tilfellum er einfaldlega ekki þekking til staðar á þeim lausnum sem í boði eru. Staðlar geta verið vopn í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur nú þegar verið þróuð röð staðla sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. ISO staðlar eru unnir í samstarfi margra þjóða og með stuðningi Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og Alþjóðabankans, geta þeir hentað öllum sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar þar sem þá er hægt að aðlaga að ýmsum aðstæðum Af hverju þörfnumst við ISO staðla í baráttunni við loftslagsbreytingar? Það eru fjölmargar ástæður fyrir nytsemi staðla þegar kemur að loftslagsbreytingum. Hér eru nokkrar ástæður: ISO umhverfisstaðlar opna markaði fyrir hreina orku og orkusparandi tækni ásamt því að styðja við aðlögun og mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum ISO staðlar auðvelda stjórnvöldum og stofnunum að takast á við loftslagsbreytingar ISO staðlar eru mikilvægir fyrir markaði með gróðurhúsalofttegundir, svokallaða cap- and trade schemes (viðskiptakerfi), afskráningu kolefniseininga, kolefnishlutleysi ásamt áætlunum og stefnum um minni losun. ISO umhverfisstaðlar leggja sitt af mörkum til heimsmarkmiðs númer 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Hverjum nýtast ISO staðlar í baráttunni við loftslagsbreytingar? ISO staðlar geta nýst öllum iðnaði, stjórnvöldum og neytendum. Þeir geta nýst fyrirtækjum af ýmsum toga við að aðlagast regluverki um loftslagsmál en að sama skapi geta fyrirtæki náð tökum á eigin umhverfisþáttum og áhrifum þeirra. Þeir auðvelda stjórnendum fyrirtækjum að grípa til aðgerða til að draga úr fótspori þeirra á umhverfið, stuðla að orkunýtni og við að meta áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum. Stjórnvöld geta nýtt ISO staðla sem grunn við að byggja stefnu og regluverk í kringum loftslagsmál og leggja sitt af mörkum til alþjóðlegra skuldbindinga auk þess að takast á við þær mörgu áskoranir sem myndast sökum loftslagsbreytinga. Neytendur hagnast á því að þeir séu innleiddir af fyrirtækjum og stjórnvöldum. Það gerist með bættri stjórnun og orkunýtingu ásamt umhverfisvænum innviðum og stefnum. Hvað er til í ISO safninu? ISO 14000 er sett umhverfisstjórnunarstaðla sem þróaðir hafa verið af tækninefndinni ISO/TC 207. Sú tækninefnd hefur þróað rótgróin og alþjóðleg viðmið um ábyrga starfshætti þegar kemur að umhverfisstjórnun. Þeir staðlar sem nú eru aðgengilegir eru fjölmargir og í sífelldri þróun. Meðal þeirra eru: ÍST EN ISO 14001, Environmental management systems - Requirements with guidance for use ÍST EN ISO 14004, Environmental management systems - General guidelines on implementation ÍST EN ISO 14006, Environmental management - Guidelines for incorporating ecodesign ÍST EN ISO 14040, Environmental management - Life cycle assessment - Principles and frameworks ÍST EN ISO 14044, Environmental management - Life cycle assessment - Requirements and guidelines Mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda ÍST EN ISO 14064, Greenhouse gases ÍST EN ISO 14065, Greenhouse gases - Requirements for greenhouse gas validation and verification bodies for use in accreditation or other forms of recognition Mótvægisaðgerðir og aðlögun ISO 14080, Greenhouse gas management and related activities - Framework and principles for methodologies on climate actions ISO 14090, Adaptation to climate change - Principles, requirements and guidelines ISO 14091, Adaptation to climate change - Vulnerability, impacts and risk assessment ISO 14092, GHG management and related activities: requirement and guidance of adaptation planning for organizations including local governments and communities Fjármögnun grænna loftslagsverkefna ISO 14030, Green bonds - Environmental performance of nominated projects and assest (frumvarp) Upplýsingagjöf um árangur í umhverfismálum ISO 14020, Environmental labels and declarations - General principles ISO 14026, Environmental labels and declarations - Principles, requirements and guidelines for communication of footprint information ISO 14063, Environmental management - Environmental communication - Guidelines and examples ISO 21930, Sustainability in buildings and civil engineering works - Core rules for environmental product declarations of construction products and services Heimsmarkaður með hreina orku ISO 14034, Environmental management - Environmental technology verification(ETV) ISO 50001, Energy management systems - Requirements with guidance for use Þetta er aðeins hluti þeirra staðla sem til eru og nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fleiri eru í vinnslu og aðrir sérhæfðari staðlar til fyrir einstakar atvinnugreinar. Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ISO um staðla og loftlagsbreytingar sem nálgast má hér. Að lokum má nefna séríslenska tækniforskrift, ÍST TS 92 – Kolefnisjöfnun, sem var gefin út í september í fyrra og er hugsuð sem viðbót við ISO 14064 staðlaröðina og gerir fyrirtækjum á Íslandi kleift að kolefnisjafna rekstur sinn með skilvirkum hætti og loftslagsverkefnum að framleiða vottaðar kolefniseiningar. Við Íslendingar þurfum ekkert að finna upp hjólið í þessum efnum. Þetta er allt saman til og aðgengilegt svo við getum byrjað að raunverulega draga úr losun og byggja sjálfbært samfélag. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur og verkefnistjóri hjá Íslenskir staðlar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun