Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2023 18:14 Íslensk stjórnvöld stefna á 55% samdrátt í losun fyrir 2030. Stærsti einstaki þátturinn í því eru vegasamgöngur. Mikið verk er fyrir hendi hjá ríkisstjórn sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á sæti í ef marka má framreikning Umhverfisstofnunar á áhrifum núverandi aðgerða til að draga úr losun. Vísir/samsett Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Umhverfisstofnun kynnti mat sitt á árangri af staðfestum og fjármögnuðum loftslagsaðgerðum stjórnvalda í dag. Hún telur aðgerðirnar skila 24 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005. Það er víðsfjarri þeim 55 prósent samdrætti sem ríkisstjórnin stefnir að í stjórnarsáttmála sínum. Núverandi hlutdeild Íslands í sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs um 29 prósent gæti verið innan seilingar ef stjórnvöld nýta sér sveigjanleika sem er til staðar í uppgjörinu. Evrópusambandið hefur hins vegar nú þegar hert markmið sitt og stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði hefur ekki enn verið ákvörðuð en gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, segir losunarmarkmið Íslands afar metnaðarfull. Ljóst hafi verið frá fyrsta degi að vinna þyrfti skipulega og hratt til þess að ná þeim. Hann telur ekki tímabært að meta hvort að markmiðin náist eða ekki. „Þetta er ekki tímapunkturinn til þess að kveða upp úr um það. Það er skammur tími til stefnu og við munum sjá það á næstu misserum. Skilaboð mín eru skýr: við þurfum að hlaupa hraðar og standa okkur betur. Við verðum að ná þessu af mörgum ástæðum, meðal annars því það er beinn kostnaður við að gera það ekki,“ segir ráðherrann í samtali við Vísi. Vísar ráðherrann til þess að íslensk stjórnvöld þurfi nú að greiða um 800 milljónir króna í losunarheimildir vegna þess að þau stóðu ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni, undanfara Parísarsamkomulagsins. Nái Ísland ekki að standa við nýjustu skuldbindingar sínar þurfi það að greiða fyrir losunarheimildir árlega og með mun meiri kostnaði. Ný aðgerðaáætlun vonandi fyrir jól Framreikningur Umhverfisstofnunar byggir á núgildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem var kynnt árið 2020. Nú er unnið að nýrri áætlun sem stendur til að kynna á næstu misserum. Guðlaugur Þór segir að þar séu margar aðgerðir sem komi til framkvæmda á næstu árum sem hjálpi til við að ná settum markmiðum. Vinna við margar þeirra sé á lokametrunum. Stærstu þættirnir í losun á beinni ábyrgð Íslands eru vegasamgöngur, landbúnaður og sjávarútvegur. Stóriðja og landnotkun er þar undanskilin. Á meðal væntanlegra aðgerða sem Guðlaugur Þór nefnir er útfösun bensín- og dísilbíla. Ríkisstjórnin liðki fyrir orkuskiptunum með því að rjúfa kyrrstöðu um græna orku, meðal annars með samþykkt rammaáætlunar, einföldun regluverks um stækkun virkjana og um orkusparandi aðgerðir. Engin töfralausn sé þó til þess að Íslands nái loftslagsmarkmiðum sínum. „Það er ekki eitthvað eitt stórt sem mun leysa málin. Það skiptir til dæmis gríðarlegu máli hvernig tekst til með stóru bílana, fiskiskipin og ferjurnar okkar. Þegar þetta kemur allt saman þá skiptir það máli,“ segir hann. Guðlaugur Þór þorir ekki að fullyrða hvenær ný aðgerðaáætlun verður lögð fram. Hann vonist til þess að hún komi fram fyrir jól en í það minnsta verði stöðuskýrsla um árangur af núverandi áætlun kynnt í haust. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ segir ráðherrann. Markmið sem standist engin alþjóðleg viðmið Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ljóst að ekki hafi verið nóg gert og losun haldi áfram að aukast. „Það er mjög slæmt, bæði fyrir Ísland og það sem við eigum að standa fyrir,“ segir hann. Hraða þurfi aðgerðum eins og að fasa út bensín- og dísilbíla og flýta uppbyggingu borgarlínu til þess að almennilegar almenningssamgöngur fáist í höfuðborginni. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur best fyrir ríkisstjórnina að taka út markmið sitt um 55 prósent samdrátt í losun. Engin viti hvernig eigi að hrinda því í framkvæmdVísir/Sigurjón Þá gagnrýnir Árni sjálfstæða 55% markmið ríkisstjórnarinnar. Það sé séríslenskt fyrirbæri sem eigi sér ekki stoð í neinu öðru en stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Markmiðið sé heimatilbúið og standist engin alþjóðleg viðmið. „Það hljómar meira eins og málamiðlun [á milli ríkisstjórnarflokkanna] frekar en skýrt markmið. Það er ekkert komið fram um hvernig eigi að ná þessu markmiði,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Umhverfisstofnun kynnti mat sitt á árangri af staðfestum og fjármögnuðum loftslagsaðgerðum stjórnvalda í dag. Hún telur aðgerðirnar skila 24 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda árið 2030 borið saman við árið 2005. Það er víðsfjarri þeim 55 prósent samdrætti sem ríkisstjórnin stefnir að í stjórnarsáttmála sínum. Núverandi hlutdeild Íslands í sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópusambandsins og Noregs um 29 prósent gæti verið innan seilingar ef stjórnvöld nýta sér sveigjanleika sem er til staðar í uppgjörinu. Evrópusambandið hefur hins vegar nú þegar hert markmið sitt og stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði hefur ekki enn verið ákvörðuð en gæti verið í kringum fjörutíu prósent samdráttur á losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, segir losunarmarkmið Íslands afar metnaðarfull. Ljóst hafi verið frá fyrsta degi að vinna þyrfti skipulega og hratt til þess að ná þeim. Hann telur ekki tímabært að meta hvort að markmiðin náist eða ekki. „Þetta er ekki tímapunkturinn til þess að kveða upp úr um það. Það er skammur tími til stefnu og við munum sjá það á næstu misserum. Skilaboð mín eru skýr: við þurfum að hlaupa hraðar og standa okkur betur. Við verðum að ná þessu af mörgum ástæðum, meðal annars því það er beinn kostnaður við að gera það ekki,“ segir ráðherrann í samtali við Vísi. Vísar ráðherrann til þess að íslensk stjórnvöld þurfi nú að greiða um 800 milljónir króna í losunarheimildir vegna þess að þau stóðu ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni, undanfara Parísarsamkomulagsins. Nái Ísland ekki að standa við nýjustu skuldbindingar sínar þurfi það að greiða fyrir losunarheimildir árlega og með mun meiri kostnaði. Ný aðgerðaáætlun vonandi fyrir jól Framreikningur Umhverfisstofnunar byggir á núgildandi aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem var kynnt árið 2020. Nú er unnið að nýrri áætlun sem stendur til að kynna á næstu misserum. Guðlaugur Þór segir að þar séu margar aðgerðir sem komi til framkvæmda á næstu árum sem hjálpi til við að ná settum markmiðum. Vinna við margar þeirra sé á lokametrunum. Stærstu þættirnir í losun á beinni ábyrgð Íslands eru vegasamgöngur, landbúnaður og sjávarútvegur. Stóriðja og landnotkun er þar undanskilin. Á meðal væntanlegra aðgerða sem Guðlaugur Þór nefnir er útfösun bensín- og dísilbíla. Ríkisstjórnin liðki fyrir orkuskiptunum með því að rjúfa kyrrstöðu um græna orku, meðal annars með samþykkt rammaáætlunar, einföldun regluverks um stækkun virkjana og um orkusparandi aðgerðir. Engin töfralausn sé þó til þess að Íslands nái loftslagsmarkmiðum sínum. „Það er ekki eitthvað eitt stórt sem mun leysa málin. Það skiptir til dæmis gríðarlegu máli hvernig tekst til með stóru bílana, fiskiskipin og ferjurnar okkar. Þegar þetta kemur allt saman þá skiptir það máli,“ segir hann. Guðlaugur Þór þorir ekki að fullyrða hvenær ný aðgerðaáætlun verður lögð fram. Hann vonist til þess að hún komi fram fyrir jól en í það minnsta verði stöðuskýrsla um árangur af núverandi áætlun kynnt í haust. „Við viljum gera hana eins hratt og við getum en á sama tíma með aðgerðum sem eru mælanlegar og skilgreindar þannig að við vitum hvar við stöndum,“ segir ráðherrann. Markmið sem standist engin alþjóðleg viðmið Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ljóst að ekki hafi verið nóg gert og losun haldi áfram að aukast. „Það er mjög slæmt, bæði fyrir Ísland og það sem við eigum að standa fyrir,“ segir hann. Hraða þurfi aðgerðum eins og að fasa út bensín- og dísilbíla og flýta uppbyggingu borgarlínu til þess að almennilegar almenningssamgöngur fáist í höfuðborginni. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur best fyrir ríkisstjórnina að taka út markmið sitt um 55 prósent samdrátt í losun. Engin viti hvernig eigi að hrinda því í framkvæmdVísir/Sigurjón Þá gagnrýnir Árni sjálfstæða 55% markmið ríkisstjórnarinnar. Það sé séríslenskt fyrirbæri sem eigi sér ekki stoð í neinu öðru en stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Markmiðið sé heimatilbúið og standist engin alþjóðleg viðmið. „Það hljómar meira eins og málamiðlun [á milli ríkisstjórnarflokkanna] frekar en skýrt markmið. Það er ekkert komið fram um hvernig eigi að ná þessu markmiði,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira