Mikil fækkun umframdauðsfalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. apríl 2023 15:59 Dánartíðnin hefur verið mjög há á Íslandi en er nú loksins að lækka. Vilhelm Gunnarsson Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26