Karlakór Rangæinga fagnar 30 ára afmæli með fallegum söng Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2023 19:31 Kórinn er skipaður flottum körlum á öllum aldri úr Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlakór Rangæinga fagnar nú þrjátíu ára starfsafmæli og blæs af því tilefni til afmælis- og vortónleika á nokkrum stöðum. Kórinn er skipaður um fjörutíu körlum, aðallega bændum úr sýslunni. Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent