Grímulaus meirihluti Múlaþings Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2023 07:02 Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar