Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. apríl 2023 12:50 Kristín Eysteinsdóttir var Borgarleikhússtjóri á árunum 2014 til 2020 og náði leikhúsið eftirtektarverðum listrænum og rekstrarlegum árangri undir hennar stjórn. Hennar bíða stór verkefni hjá Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu. Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Kristín er fyrrverandi Borgarleikhússtjóri en hún tekur við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gegnt starfinu í tæpan áratug. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu og hefur hún störf þann fyrsta ágúst næstkomandi. Fyrsta mál á dagskrá hjá Kristínu í skólanum er að hlusta. „Ég er mjög þjónandi leiðtogi og mun fyrstu mánuðina einbeita mér alfarið að hlusta starfsmenn og nemendur skólans. Markmið mitt þessa fyrstu mánuði er bara einfaldlega að hlusta og komast á dýptina til að öðlast skilning og yfirsýn og ég bara brenn fyrir listum og skapandi greinum og trúi því að skapandi hugsun verði ein af lykilbreytum í viðfangsefnum framtíðarinnar. Listaháskólinn hefur alla burði til að geta verið leiðandi þar því í þessum skóla verður framtíð menningarinnar til,“ segir Kristín. Í janúar greindi fréttastofa frá því að skólagjöldin væru að sliga listnema. Kristín segir það vera eitt af þeim málum sem þurfi að skoða. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að þetta sé skoðað. Þetta er auðvitað mikið jafnræðismál bara varðandi aðgengi að námi og skiptir miklu máli að það sé ákveðið sanngirni í þessu. Þannig þetta er auðvitað eitthvað sem ég mun skoða með stjórn skólans og starfsfólki og fara í samtal um þetta.“ Kristín segir nýjar áherslur ávalt fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samráði við starfsfólk og nemendur. „Eins og ég sagði þá er mitt markmið fyrstu mánuðina að hlusta og öðlast skilning og þegar ég er búin að því þá í rauninni byrjar maður að framkvæma,“ segir Kristín sem er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu.
Háskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Menning Tengdar fréttir Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39 Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21. apríl 2023 09:39
Skólagjöldin að sliga listnema Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. 17. janúar 2023 13:42