Ætlum við að rétt slefa í gegn? Kristinn Árni L. Hróbjartsson skrifar 21. apríl 2023 13:31 „Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi. Ég lét þessa ráðgjöf reyndar sem vind um eyru þjóta að mestu, en hef á móti heiðrað þetta lífsmottó þegar kemur að þátttöku í búningapartýum þar sem ég læt yfirleitt duga að mæta sem “venjulegur miðaldra pabbi í peysu.” Reyndar er þessi skólafélagi minn í dag framarlega á heimsvísu á sínu sviði, svo líklega fylgdi hann ekki sjálfur eigin ráðleggingum. En afhverju er ég að rifja þetta upp? Jú, í nóvember síðastliðnum var ég staddur í Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Það kom mér á óvart að þrátt fyrir að útfösun jarðefnaeldsneytis eigi að vera stærsta forgangsmál okkar tíma, nýttu samninganefndir stóru ríkjanna tímann í að togast á um hvort draga ætti úr notkun alls jarðefnaeldsneytis, eða einblína á að minnka notkun kola (líkt og niðurstaðan var á síðustu ráðstefnunni, COP26). Glöggir lesendur vita sjálfsagt að hvorugt er nóg til að ná yfirlýstum markmiðum um að halda okkur innan 1,5 gráðu hlýnunar. Enda birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna nýverið skýrslu sem er lokaviðvörun nefndarinnar um að þetta takmark sé að verða óraunhæft nema ef þjóðir heimsins taki sig verulega á. Við erum því að fjarlægjast þetta markmið. Það gleymist hins vegar oft í umræðunni að heimurinn við 1,5 gráðu er engin drauma niðurstaða, langt í frá. Einnar-kommu-fimm gráðu markmiðið er sambærilegt við að slefa með 4,5 í stærðfræði 303. Nokkuð sem við virðumst hafa sætt okkur við en ólíkt STÆ303 þá er ekki í boði að skrá sig í endurtekt og taka prófið aftur. Líkur á óafturkræfum breytingum á umhverfinu aukast margfalt því meira sem við nálgumst 1,5 gráðu hlýnun. Þar má til dæmis nefna algjöra eyðileggingu kóralrifa, breytingu á mikilvægum hafstraumum í Norður Atlantshafi, bráðnun Grænlandsjökuls og útrýmingu nánast allra fjallajökla. Við birtingu skýrslu milliríkjanefndarinnar varaði Antonio Gueterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við því að mannkynið væri komið út á þunnan ís og að ísinn væri að bráðna hratt. Þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnir heimsins hafa nú þegar sett af stað stefnir samt í 2,8 gráðu hækkun (samkvæmt UNEP). Við, lötu unglingarnir sem ætluðu að slefa í Vistkerfastjórnun 103, erum því ekki bara að fara að klúðra prófinu, heldur föllum við líklega á mætingu áður en til þess kemur… Og hvað er þá til ráða? Það er kominn tími til að skrúfa upp metnaðinn því að vandinn er stór. Á meðan restin af heiminum keppist við að gera orkukerfi landa sinna sjálfbær er Ísland í þeirri öfundsverðu stöðu að búa nú þegar að sjálfbæru orkukerfi. Vegna útsjónarsemi fyrri kynslóða erum við með forskot. En miklu forskoti fylgir mikil ábyrgð. Okkur ber skylda til að nota forskotið til að leggja okkar af mörkum og helst að stefna að árangri umfram markmiðið. Einsetja okkur að dúxa verkefnið og þannig hjálpa öðrum þjóðum og sjálfum okkur að komast í gegnum þetta. Fyrri kynslóðum landsmanna tókst að búa til sjálfbært orkukerfi með lítið á milli handanna. Okkar kynslóð þarf að endurtaka leikinn, skipta út kerfum, endurhugsa aðferðir, þróa nýjar lausnir og sannreyna í raunverulegum aðstæðum. Við þurfum að nýta sérstöðu Íslands með hagsmuni alls mannkyns að leiðarljósi. Þó að Ísland sé lítið, þá getum við sýnt öðrum þjóðum að það er hægt að breyta kerfunum okkar og minnka umhverfisskaðann án þess að fórna lífsgæðum. Það er ekki óborguð yfirvinna heldur loforð um stórhátíðarkaup fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Kristinn Árni L. Hróbjartsson Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi og áhugamaður um að gera meira en lágmarkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
„Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi. Ég lét þessa ráðgjöf reyndar sem vind um eyru þjóta að mestu, en hef á móti heiðrað þetta lífsmottó þegar kemur að þátttöku í búningapartýum þar sem ég læt yfirleitt duga að mæta sem “venjulegur miðaldra pabbi í peysu.” Reyndar er þessi skólafélagi minn í dag framarlega á heimsvísu á sínu sviði, svo líklega fylgdi hann ekki sjálfur eigin ráðleggingum. En afhverju er ég að rifja þetta upp? Jú, í nóvember síðastliðnum var ég staddur í Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Það kom mér á óvart að þrátt fyrir að útfösun jarðefnaeldsneytis eigi að vera stærsta forgangsmál okkar tíma, nýttu samninganefndir stóru ríkjanna tímann í að togast á um hvort draga ætti úr notkun alls jarðefnaeldsneytis, eða einblína á að minnka notkun kola (líkt og niðurstaðan var á síðustu ráðstefnunni, COP26). Glöggir lesendur vita sjálfsagt að hvorugt er nóg til að ná yfirlýstum markmiðum um að halda okkur innan 1,5 gráðu hlýnunar. Enda birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna nýverið skýrslu sem er lokaviðvörun nefndarinnar um að þetta takmark sé að verða óraunhæft nema ef þjóðir heimsins taki sig verulega á. Við erum því að fjarlægjast þetta markmið. Það gleymist hins vegar oft í umræðunni að heimurinn við 1,5 gráðu er engin drauma niðurstaða, langt í frá. Einnar-kommu-fimm gráðu markmiðið er sambærilegt við að slefa með 4,5 í stærðfræði 303. Nokkuð sem við virðumst hafa sætt okkur við en ólíkt STÆ303 þá er ekki í boði að skrá sig í endurtekt og taka prófið aftur. Líkur á óafturkræfum breytingum á umhverfinu aukast margfalt því meira sem við nálgumst 1,5 gráðu hlýnun. Þar má til dæmis nefna algjöra eyðileggingu kóralrifa, breytingu á mikilvægum hafstraumum í Norður Atlantshafi, bráðnun Grænlandsjökuls og útrýmingu nánast allra fjallajökla. Við birtingu skýrslu milliríkjanefndarinnar varaði Antonio Gueterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við því að mannkynið væri komið út á þunnan ís og að ísinn væri að bráðna hratt. Þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnir heimsins hafa nú þegar sett af stað stefnir samt í 2,8 gráðu hækkun (samkvæmt UNEP). Við, lötu unglingarnir sem ætluðu að slefa í Vistkerfastjórnun 103, erum því ekki bara að fara að klúðra prófinu, heldur föllum við líklega á mætingu áður en til þess kemur… Og hvað er þá til ráða? Það er kominn tími til að skrúfa upp metnaðinn því að vandinn er stór. Á meðan restin af heiminum keppist við að gera orkukerfi landa sinna sjálfbær er Ísland í þeirri öfundsverðu stöðu að búa nú þegar að sjálfbæru orkukerfi. Vegna útsjónarsemi fyrri kynslóða erum við með forskot. En miklu forskoti fylgir mikil ábyrgð. Okkur ber skylda til að nota forskotið til að leggja okkar af mörkum og helst að stefna að árangri umfram markmiðið. Einsetja okkur að dúxa verkefnið og þannig hjálpa öðrum þjóðum og sjálfum okkur að komast í gegnum þetta. Fyrri kynslóðum landsmanna tókst að búa til sjálfbært orkukerfi með lítið á milli handanna. Okkar kynslóð þarf að endurtaka leikinn, skipta út kerfum, endurhugsa aðferðir, þróa nýjar lausnir og sannreyna í raunverulegum aðstæðum. Við þurfum að nýta sérstöðu Íslands með hagsmuni alls mannkyns að leiðarljósi. Þó að Ísland sé lítið, þá getum við sýnt öðrum þjóðum að það er hægt að breyta kerfunum okkar og minnka umhverfisskaðann án þess að fórna lífsgæðum. Það er ekki óborguð yfirvinna heldur loforð um stórhátíðarkaup fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Kristinn Árni L. Hróbjartsson Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi og áhugamaður um að gera meira en lágmarkið.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun