„Áhöfnin á varðskipinu Freyju er búin að draga flutningaskipið inn til Steingrímsfjarðar og það hefur gengið mjög vel og næstu skref eru þau að það verður kafað niður að skipinu til að skoða bolinn og kanna hugsanlegar skemmdir.“
Að því búnu verði undirbúningur hafinn við að dæla olíu frá skipinu.
„Búnaður verður sendur norður frá Reykjavík. Við gerum ráð fyrir því að þeirri olíu verði dælt í tóma tanka á varðskipinu Freyju.“