Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2023 16:40 Hreggviður steig til hliðar úr stjórn Veritas þegar málið kom upp. Hann var þá stjórnarformaður og aðaleigendi félagsins. Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hreggviði til fjölmiðla síðdegis. „Ég get staðfest að Héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér,“ segir Hreggviður. „Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu.“ Vítalía sakaði Hreggvið, Ara Edwald og Þórð Má Jóhannesson um kynferðisbrot í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020. Réttargæslumaður Vítalíu staðfesti við RÚV fyrr í dag að málið hefði verið fellt niður. Sú niðurstaða yrði aftur á móti kærð til ríkissaksóknara. Hreggviður, Ari og Þórður Már hafa kært Arnar og Vítalíu, sem áttu í ástarsambandi, fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Hreggviður segir málið ekki síst hafa haft afeiðingar fyrir Vítalíu og Arnar. „Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“ Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hreggviði til fjölmiðla síðdegis. „Ég get staðfest að Héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér,“ segir Hreggviður. „Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu.“ Vítalía sakaði Hreggvið, Ara Edwald og Þórð Má Jóhannesson um kynferðisbrot í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020. Réttargæslumaður Vítalíu staðfesti við RÚV fyrr í dag að málið hefði verið fellt niður. Sú niðurstaða yrði aftur á móti kærð til ríkissaksóknara. Hreggviður, Ari og Þórður Már hafa kært Arnar og Vítalíu, sem áttu í ástarsambandi, fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Hreggviður segir málið ekki síst hafa haft afeiðingar fyrir Vítalíu og Arnar. „Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.“
Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10