Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Karlmaður á þrítugsaldri var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Fjórir voru handteknir í tengslum við árásina og allir sagðir á menntaskólaaldri. Við ræðum við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í beinni í kvöldfréttum. 

Við kíkjum í heimsókn til nýbakaðra foreldra stúlku með Downs-heilkenni. Hún er líklega fyrsta barnið sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár. Foreldrarnir segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar en dóttir þeirra sé, þegar allt kemur til alls, fullkomin. 

Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um tæp sextán prósentustig frá Alþingiskosningum í september 2021. Fylgi flokksins mælist nú 26 prósent, tæpum sjö prósentustigum meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×