Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård í dag, en heimakonur tóku forystuna strax á fyrstu mínútu leiksins.
Liðið bætti svo tveimur mörkum við áður en fyrri hálfleik lauk og staðan var því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Gina-Maria Chmielinski gerði svo endanlega út um leikinn með marki á 82. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún hafði komið inn á sem varamaður. Niðurstaðan varð því 4-0 sigur Rosengård, en liðið situr nú í áttunda sæti sænsku deildarinnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki.
Vittsjö situr hins vegar í tíunda sæti með þrjú stig.