Innlent

Börn óku um á gröfu

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvers konar gröfu börnin gerði að leikfangi sínu. Myndin er úr safni.
Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvers konar gröfu börnin gerði að leikfangi sínu. Myndin er úr safni. Vísir/Getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði.

Ýmissa grasa og misalvarlegra kennir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir gærkvöldið og nóttina. Þannig barst lögreglu tilkynning um dauðan kött á Suðurlandsvegi. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að „kötturinn“ var í raun rifin úlpa í vegkantinum.

Þá óskaði einstaklingur eftir aðstoð lögreglu eftir að hann var bitinn af hundi. Ekki kemur fram í dagbókinni hvort lögreglan hafði upp á brotahundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×