Við ræðum við Grím Grímsson yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og Kristófer Gajowski, skipuleggjanda bænastundarinnar, í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.
Þá verður rætt við formann Bændasamtakanna sem segir að allt í kringum riðuna í sauðfé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði og umræðuna um urðun fjársins hafi verið klaufalegt. Hann vill að keyptur verði brennslubúnaður sem hægt er að færa til að bregðast við tilfellum líkt og í Miðfirði.
Þá kíkjum við vestur um haf. Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðal málaferli fyrir þarlendum dómstólum um notkun þess standa yfir.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.