Treystir Vilhjálmi ekki til embættis varaforseta ASÍ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 13:42 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eru ósammála um hversu góður samningurinn er í raun. Vísir/Samsett Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms. Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“ Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Framhaldsþing Alþýðusambands Íslands hefst á fimmtudag en upphaflegu þingi var frestað í skugga deilna í október. Upplausn varð á þinginu þegar Sólveig Anna og Vilhjálmur auk Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, drógu framboð til miðstjórnar ASÍ til baka og gengu út. Síðan þá hafa Sólveig Anna og Vilhjálmur snúist gegn hvor öðru. Formaður Eflingar var afar ósátt við að Vilhjálmur hefði undirritað kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur en Efling kaus að standa eitt í kjarasamningsviðræðunum. Þau hafa ítrekað skotið hvort á annað opinberlega síðan. Trúnaðarráð og stjórn Eflingar samþykkti fyrr í þessum mánuði að boða til félagsfundar til þess að ræða tillögu um úrsögn í SGS. Sólveig Anna hélt því fram að það tengdist ekki óeiningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Efling gæti haldið sjálfstæðri aðild að ASÍ eftir úrsögn úr SGS. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram á félagsfundi Eflingar á mánudagskvöld. Verði tillagan samþykkt þarf meirihluti að samþykkja úrsögnina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sækist ekki sjálf eftir embætti hjá ASÍ Morgunblaðið greinir frá því í dag að Efling hafi ekki tekið þátt í uppstillingu á lista frambjóðenda hjá SGS vegna framhaldsþings ASÍ og ekki skilað inn neinum tilnefningum fyrir hönd félagsins. Vilhjálmur sé tilbúinn að taka að sér embætti eins varaforseta ASÍ. Í samtali við Vísi útilokar Sólveig Anna að hún ætli sjálf að falast eftir embættum hjá ASÍ. „Nei. Forysta Eflingar mun koma þarna inn til þess að fylgjast raunverulega með því hvernig þessu fram vindur. Svo það sé alveg skýrt þá er ég ekki að fara að sækjast eftir neinum embættum á vettvangi Alþýðusambandsins,“ segir hún. Spurð hvort hún treysti Vilhjálmi til að gegna stöðu varaforseta ASÍ segir Sólveig: „Það geri ég svo sannarlega ekki.“ Sakar Vilhjálm um „gaspur“ um stöðu Eflingar Sólveig Anna gagnrýnir harðlega málflutning Vilhjálms um hvernig fari fyrir aðild Eflingar að ASÍ ef félagið segir sig úr SGS. Efling hafi leitað álits Magnúsar M. Norðdahl, sérfræðings í vinnumarkaðsmálum, vegna málsins. Magnús telji að þrátt fyrir mögulega úrsögn Eflingar úr SGS standi eftir aðild félagsins að ASÍ „Það álit er í algjöru samræmi við það álit sem Efling hefur fengið áður hjá lögmanni. Við vorum búin að skoða þetta mál mjög ítarlega, enda förum við ekki fram gasprandi, ólíkt Vilhjálmi Birgissyni.“ Vilhjálmur hafi haldið þveröfugu fram. „Hann hélt því fram eins og ekkert væri og það er kolrangt,“ segir Sólveig Anna. „Maður hefði getað ímyndað sér að maður sem hefur einmitt sóst eftir þessum háu embættum hefði getað haft fyrir því að leita sér upplýsinga áður en hann óð fram í fjölmiðlum, en svo var því miður ekki.“
Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira