Vakthafandi varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja staðfestir að bíll frá slökkviliðinu sé á svæðinu við slökkvistörf. Að öðru leyti hafði hann ekki upplýsingar um gang mála.
Á myndum má sjá bíl slökkviliðsins að störfum við farartækið og lögreglu sem hefur girt svæðið af.
Vísir hefur ekki náð tali af lögreglunni á Suðurnesjum vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða matarvagn með mat á leið í brúðkaup.
Fréttin hefur verið uppfærð.