Íslenski knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Baldursson er leikmaður NEC Nijmegen og var hann einn af varamönnum liðsins í leik kvöldsins sem var flautaður af eftir rúmlega 20 mínútna leik.
Ástæðan fyrir því var sú að einn áhorfandinn á leikvangi Groningen tók sig til og kastaði flösku í aðstoðardómara leiksins. Flaskan, sem innihélt vökva, hafnaði í baki aðstoðardómarans.
Á þessari stundu er ekki vitað hvenær leikurinn mun fara fram en ljóst er að hann mun ekki vera kláraður í kvöld.
Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: