Fótbolti

Real Madrid komið aftur á skrið í spænsku deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fagna marki í leik kvöldsins
Leikmenn Real Madrid fagna marki í leik kvöldsins Visir/Getty

Real Madrid vann í kvöld öruggan 2-0 sigur á Celta Vigo í spænsku úr­vals­deildinni

Mörk frá Marco Asensio og Éder Militao sáu til þess að Real Madrid hirti öll stigin þrjú úr viður­eign sinni við Celta Vigo þegar að liðin mættust á Santiago Berna­beu í Madríd í kvöld.

Sigurinn þýðir að Real Madrid styrkir stöðu sína í 2. sæti spænsku úr­vals­deildarinnar en þar situr liðið með 65 stig, átta stigum minna en Barcelona sem situr í efsta sæti deildarinnar og á leik til góða.

Real Madrid hefur nú unnið tvö leiki í röð í spænsku úr­vals­deildinni og hefur enn fremur ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum.Úrslit annarra leikja í spænsku úrvalsdeildinni í dag:

Osasuna 3 - 2 Real Betis

Almería 1 - 2 Athletic Club

Real Sociedad 2 - 1 Rayo Vallecano

Valladolid 1 - 0 Girona




Fleiri fréttir

Sjá meira


×