Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 08:42 Meint viðtal Die Aktuelle við Michael Schumacher var kynnt sem það fyrsta frá því að hann hlaut alvarlegan heilaskaða í desember árið 2013. Hér sést Schumacher rúmu ári fyrir slysið á blaðamannafundi fyrir japanska kappaksturinn. AP/Itsuo Inouye Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann. Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Slúðurtímaritið Die Aktuelle birti forsíðugrein sem það hélt fram að væri viðtal við Schumacher. Ökuþórinn hefur ekki sést eða tjáð sig opinberlega frá því að hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum fyrir að verða tíu árum. Tilvitnanir sem voru hafðar eftir Schumacher í tímaritinu voru í reynd afurð gervigreindarlíkans. Í greininni sagði að tilvitnanirnir hljómuðu „furðulega raunverulagar“. Fjölmiðlafélagið Funke, eigandi Die Aktuelle, bað fjölskylduna afsökunar í yfirlýsingu sem það birti á vefsíðu sinni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þessi smekklausa og villandi grein hefði aldrei átt að birtast. Hún stenst á engan hátt þau viðmið um blaðamennsku sem við höfum og lesendur okkar búist við af útgefanda eins og Funke,“ var haft eftir Biöncu Pohlmann, forstöðumanni tímaritaútgáfu félagsins. Félagið rak jafnframt Anne Hoffmann sem hafði verið ritstjóri Die Aktuelle frá 2009. Uppsögn hennar tók gildi samstundis. Fjölskylda Schumacher forðast sviðsljósið að miklu leyti og hefur látið lítið uppi um ástand hans. Aðeins hans nánustu fá að hitta hann.
Fjölmiðlar Þýskaland Akstursíþróttir Gervigreind Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira