Ætla að takmarka losun orkuvera í fyrsta skipti Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 13:55 Kolaorkuver í Michigan. Gas- og kolaorkuver losa saman um fjórðung af öllum gróðurhúsalofttegundum sem losaðar eru í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta leggur nú drög að reglum sem eiga að draga úr losun orkuvera á gróðurhúsalofttegundum. Kola- og gasknúin orkuver eru um fjórðungur af losun Bandaríkjanna en þetta væri í fyrsta skipti sem reglur yrðu settar um orkuver sem eru þegar í rekstri. Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum. Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Samkvæmt reglum sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) vinnur að þyrftu nærri því öll kola- og gasknúin orkuver að draga úr eða fanga nær alla koltvísýringslosun sína fyrir árið 2040, að sögn New York Times. Innan við tuttugu af um 3.400 slíkum orkuverum notar nú kolefnisföngunartækni til þess að takmarka losun sína. Orkuverin yrðu ekki beinlínis skylduð til að koma slikum búnaði upp. Þeim væru hins vegar sett losunarmörk sem þýddu að þau þyrftu í reynd að nota kolefnisföngun til þess að halda sig innan þeirra. Gasknúin orkuver gætu skipt yfir í vetni sem framleitt er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Bandaríska blaðið segir að Hvíta húsið sé enn að fara yfir tillögur EPA og að þær gætu enn tekið breytingum. Reuters-fréttastofan segir að reglurnar gætu verið kynntar strax í þessari viku. Verði tillögurnar að veruleika yrði þetta í fyrsta skiptið sem bandaríska alríkisstjórnin setur reglur um útblástur orkuvera. Enda á borði dómstóla Öruggt er að tillögurnar mæti harðri andspyrnu jarðefnaeldsneytisfyrirtækja, forsvarsmanna orkuvera og bandamanna beggja á Bandaríkjaþingi. Afar sennilegt er að reglurnar kæmi til kasta dómstóla líkt og gerst hefur með allar meiriháttar loftslagsaðgerðir sem ríkisstjórn Baracks Obama reyndi að koma á. Hópur dómsmálaráðherra ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa stefnt EPA ítrekað til þess að stöðva hertar reglur um útblástur og mengunarstaðla, einnig í forsetatíð Biden. Dómstólar felldu úr gildi bæði losunartakmörk sem stjórn Obama setti og útvatnaðar reglur sem stjórn Donalds Trump ætlaði að setja í stað þeirra. Reuters segir að nýju reglurnar taki tillit hæstaréttardóms frá því í fyrra til þess að minnka líkurnar á því að rétturinn hafni þeim. Biden-stjórnin hefur áður kynnt áform um að draga úr losun frá bifreiðum með rafbílavæðingu og að koma í veg fyrir metanleka frá olíu- og gaslindum.
Loftslagsmál Orkumál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira