„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 21:00 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum. Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“ Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“
Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira