Meistararnir jöfnuðu metin | Ógnarsterkur varnarleikur Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 08:01 Eftir að lenda 2-0 undir hafa Stephen Curry og félagar jafnað metin. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors jafnaði metin gegn Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi leik í nótt. New York Knicks og Boston Celtics eru komin 3-1 yfir í sínu einvígi á meðan Minnesota Timberwolves sýndi smá lífsmark. Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira