Leggja til breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2023 14:00 ÍR-ingar féllu úr Olís-deild karla eins og flestir nýliðar undanfarin ár. vísir/hulda margrét Lögð verður fram tillaga um breytingu á umspili um sæti í Olís-deild karla á ársþingi HSÍ sem verður haldið næsta sunnudag. Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér. Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
Undanfarin ár hefur topplið Grill 66 deildar karla farið beint upp í Olís-deildina og liðin fjögur þar fyrir neðan, sem eru ekki ungmennalið, farið í umspil um hitt lausa sætið. Í undanúrslitum þarf að vinna tvo leiki en þrjá í úrslitunum. Ýmsir hafa kallað eftir breytingum á þessu fyrirkomulagi, það er að liðið sem endar í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar fari í umspil með liðunum úr Grill 66 deildinni. Því til stuðnings hefur verið bent á að nýliðar í Olís-deildinni hafa venjulega fallið beint niður í Grill 66 deildina á síðustu árum. Eins og Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins og einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar, benti á á Twitter hafa tíu af síðustu tólf nýliðum fallið aftur í fyrstu tilraun. HSÍ vill einfalda umspilið í Grill66 og fella út undanúrslitin. Sú staðreynd að 10 af 12 nýliðum síðustu sex tímabila hafi fallið (einungis KA og Grótta haldið sér uppi) var ekki nóg fyrir HSÍ að fara alla leið og fá 11.sætið í Olís til að fara í umspilið. #Handkastið pic.twitter.com/TsAqNw8ifR— Arnar Daði (@arnardadi) April 24, 2023 Laganefnd HSÍ hefur nú lagt til breytingu á umspilinu en ekki á þann hátt sem rætt hefur verið um. Tillagan sem lögð er til snýr að því að einfalda umspilið, það er að lið tvö í næstefstu deild mæti liði þrjú í sömu deild og það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fari upp í Olís-deildina. Liðið sem endaði ofar í deildarkeppninni byrjar einvígið á heimavelli og oddaleikurinn fer einnig þar fram, ef til hans kemur. Tvær aðrar tillögur er snúa að mótafyrirkomulagi verða lagðar fyrir ársþing HSÍ. Fjölnir leggur til að aðeins ein deild verði í meistaraflokki kvenna, skipuð fjórtán liðum. Spiluð yrði tvöföld umferð. Átta efstu liðin færu í úrslitakeppni eins og í Olís-deild karla en neðstu sex færu í B-liða úrslitakeppni þar sem spilað yrði með bikarkeppnis fyrirkomulagi. Þá leggur KA/Þór til að efsta deild kvenna verði skipuð tíu liðum. Leikin yrði tvöföld umferð. Efsta liðið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari, neðsta liðið falla en liðið í níunda og næstneðsta sæti færi í umspil við lið númer tvö í næstefstu deild. Átta efstu liðin færu svo í úrslitakeppni eins og hjá körlunum. Með þessum breytingum vonast KA/Þór til að fjölga þýðingarmiklum leikjum og knýji fleiri lið til að snúa betur að kvennaboltanum. Sjá má tillögur til ársþings HSÍ með því að smella hér.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna HSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira