Tucker Carlson hættur hjá Fox News Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2023 16:00 Tucker Carlson hefur verið í aðalhlutverki hjá Fox News undanfarin ár. Hann hverfur nú af skjánum, í bili hið minnsta. Getty/Jason Koerner Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. Þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi þess efnis að leiðir þeirra skilji. Síðasti þáttur hans hafi verið sá sem fór í loftið þann 21. apríl. Hinir og þessir muni fylla í skarðið þar til staðgengill finnst í sæti Carlson. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Fox samþykkti að greiða Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar, jafnvirði 107 milljarða króna í skaðabætur vegna ósanninda sem haldið var fram á Fox um búnað Dominion eftir forsetakosningarnar 2020. Í stefnu sinni sögðu forvarsmenn Dominion að fyrirtækið hefði boðið mikinn skaða með fullyrðingum á Fox þess efnis að kosningavélar Dominion hefðu verið stilltar til að vinna gegn Donald Trump, þáverandi forseta. Trump beið lægri hlut í kosningunum gegn Joe Biden, fulltrúa Demókrata. Í dómskjölum í málinu kom fram að Carlson hefði í skilaboðum og tölvupóstum talað illa um Donald Trump við vini og samstarfsmenn. Í eitt skipti sagðist hann hata Trump út af lífinu. Í sjónvarpsþáttum sínum hefur hann þó ítrekað lofað Trump og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna. Frétt BBC. Fjölmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18. apríl 2023 20:22 Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. 17. apríl 2023 07:42 Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi þess efnis að leiðir þeirra skilji. Síðasti þáttur hans hafi verið sá sem fór í loftið þann 21. apríl. Hinir og þessir muni fylla í skarðið þar til staðgengill finnst í sæti Carlson. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Fox samþykkti að greiða Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar, jafnvirði 107 milljarða króna í skaðabætur vegna ósanninda sem haldið var fram á Fox um búnað Dominion eftir forsetakosningarnar 2020. Í stefnu sinni sögðu forvarsmenn Dominion að fyrirtækið hefði boðið mikinn skaða með fullyrðingum á Fox þess efnis að kosningavélar Dominion hefðu verið stilltar til að vinna gegn Donald Trump, þáverandi forseta. Trump beið lægri hlut í kosningunum gegn Joe Biden, fulltrúa Demókrata. Í dómskjölum í málinu kom fram að Carlson hefði í skilaboðum og tölvupóstum talað illa um Donald Trump við vini og samstarfsmenn. Í eitt skipti sagðist hann hata Trump út af lífinu. Í sjónvarpsþáttum sínum hefur hann þó ítrekað lofað Trump og meðal annars kallað hann besta forseta Bandaríkjanna. Frétt BBC.
Fjölmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18. apríl 2023 20:22 Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. 17. apríl 2023 07:42 Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. 18. apríl 2023 20:22
Máli Dominion gegn Fox frestað vegna sáttaumleitana Dómarinn í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News hefur frestað fyrirtöku málsins um sólahring. Til stóð að málflutningur hæfist í dag en honum hefur verið frestað fram á morgun. 17. apríl 2023 07:42
Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í. 1. mars 2023 07:01