Íslenski boltinn

„Þegar þú ert í Val þá er ekkert annað í boði en að vinna titla“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam Ægir Pálsson valdi Val.
Adam Ægir Pálsson valdi Val. Twitter@Adampalss

Adam Ægir Pálsson segir meiri pressu fylgja því að spila fyrir Val samanborið við Keflavík hvar sem hann spilaði í fyrra. Adam Ægir varð stoðsendingakóngur á síðustu leiktíð og lagði upp tvö mörk þegar Valur vann Fram í Bestu deild karla á sunnudag.

Adam Ægir lagði upp tvö af þremur mörkum Vals, bæði á Tryggva Hrafn Haraldsson, þegar liðið kom til baka eftir að lenda undir í Úlfarsárdal.

„Það er bara aukaatriði. Auðvitað er það næs, og gaman, en þegar þú ert í Val þá er ekkert annað í boði en að vinna titla. Í hverjum einasta leik verðum við að ná þremur stigum og við gerðum það í gær (gegn Fram). Geggjað að ná að leggja upp í leiðinni,“ sagði Adam Ægir í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

„Byrjar vel en samt væri maður alltaf til í aðeins meira,“ sagði framherjinn spurður út í byrjun Vals á tímabilinu en liðið er með sex stig eftir þrjá leiki.

Að lokum var Adam Ægir spurður út í pressuna sem fylgir því að spila fyrir Val.

„Það verður bara að segjast. Töluvert meiri samkeppni og vilji að vinna, maður finnur það bara.“


Tengdar fréttir

Mörkin úr Bestu: Fór boltinn í höndina á Viktori Erni?

ÍBV vann dramatískan 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá vann Valur 3-1 sigur á Fram í Úlfarsárdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×