Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 08:56 Carroll (t.h.) sakar Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun. Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun.
Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31
Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04