Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 08:56 Carroll (t.h.) sakar Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun. Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun.
Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31
Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04