Sport

„Er þetta leikur án snertinga?“

Jón Már Ferro skrifar
Guðmundur Andri, leikmaður Vals.
Guðmundur Andri, leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét

Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður Vals, sótti vítaspyrnu í 1-3 sigri þeirra gegn Fram síðastliðin sunnudag. Sérfræðingar Stúkunnar voru ósammála um hvort dæma ætti vítaspyrnu eða ekki.

Vítaspyrnan var dæmd nokkrum mínútum fyrir hálfleik þegar staðan var 1-0 fyrir Fram. Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr spyrnunni af miklu öryggi og jafnaði metin. 

Klippa: Stúkan: Umræða um víti Vals

„Segjum sem svo að Albert Ingason sé staddur í VAR herberginu núna og ég er beðin um að skoða þetta. Víti,“ sagði Albert Brynjar Ingason og flautaði í leiðinni og benti á punktinn.

Lárus Orri Sigurðsson var ósammála og tók djúpt í árinni.

„Ég held að við verðum að fara í stærri spurningar. Hvernig leik viljum við?“ sagði Lárus og spurði í kjölfarið. „Getum við sagt að þetta sé að svindla?“

Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi, vildi ekki meina að Guðmundur Andri hafi verið að svindla. Hann færði fyrir því þau rök að leikmenn fá ekki vítaspyrnu án þess að láta sig detta þegar sparkað er í þá.

„Hann hendir sér niður og er að reyna að fá víti. Það er ekki að svindla?“ spurði Lárus, sem var greinilega mikið niðri fyrir. Lárus spurði hvort að fótbolti væri leikur á snertinga.

Á sínum tíma var Lárus naglharður varnarmaður en Gummi Ben og Albert sóknarmenn og gæti það útskýrt ólíkar skoðanir þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×