Tíska og hönnun

Gummi Kíró leggur línurnar fyrir sumar­tískuna í ár

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Gummi Kíró veit hvað hann syngur þegar kemur að tísku.
Gummi Kíró veit hvað hann syngur þegar kemur að tísku. instagram

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er mikill fagurkeri og eru fáir jafn mikið með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. Gummi mætti í Brennsluna á FM957 þar sem hann fór yfir helstu strauma sumartískunnar í ár.

„Þetta útvíða er búið að ná hápunkti. Við erum að fara aftur í meira klæðilegt. Það sem við eigum að hugsa núna með þetta víða snið er að vera í einu víðu. Vertu í víðri peysu en buxurnar ekki eins víðar, þannig þú sért ekki allur hangandi. Það verður að vera kontrast. Þetta „oversized“ lúkk er búið að ná hámarki sínu,“ segir hann og nefnir að víðar buxur paraðar með þröngri gollu séu til dæmis töff samsetning.

„Ekki vera í neinu innanundir. Láttu bara brjóstkassann sjást svolítið. Vertu með kannski keðju eða svona klút. Það lúkkar vel því þá ertu með smá svona kontrast,“ útskýrir hann.

„Fast fashion“ ekki málið

Gummi segir klassískar, tímalausar og vandaðar flíkur vera það allra heitasta um þessar mundir. Svokölluð „fast fashion“ sé liðin tíð.

Fast fashion er það sem er búið að vera rosalega mikið, að fara inn á Shein eða eitthvað svoleiðis og kaupa 10 kíló af fötum sem þú notar aldrei, sem verða ónýt eftir korter. Það er ekki töff, það er ekki gott fyrir umhverfið. Það er enginn sem fýlar það lengur,“ segir Gummi. „Þú átt að vera að endurnýta og þú átt að vera að kaupa notað. Það er bara miklu meira töff í dag heldur en það hefur verið.“

Endurnýting á fötum er trend sem er komið er til að vera.Getty

Leðurjakkinn sjóðheitur

Gummi segir að jarðlitir, á borð við brúnan, ólífugrænan og drapplitaðan, verði heitir í sumar. Æpandi litir séu aftur á móti ekki alveg málið.

„Ímyndaðu þér að þú sért kannski í beige buxum, hvítum bol og ólífugrænum bomber jakka. Það er ótrúlega töff og trendy. Bomber jakkinn er ennþá inni og mun vera það allt árið og pottþétt á næsta ári líka. Leðurjakkinn er að detta inn alveg grjótharður líka,“ segir hann.

Skyrtujakkar sjúklega „trendy“

Gummi telur jafnframt að hnésíðar stuttbuxum, hörefni og skyrtujakkar eigi eftir að vera áberandi í sumar.

„Skyrtujakkar eru sjúklega trendy fyrir sumarið. Þú ert bara annað hvort í hlýrabol eða þröngum hvítum bol innan undir. Þú þarft ekki að fara í jakka. Þú ert bara í gallabuxum, khaki buxum eða cargo buxum, það er mjög töff. Ekki hafa þær of síðar, hafa þær pínu loose og stuttar. Svo ertu kannski í skyrtujakka við, það er mjög töff.“

Ættum að skipta um ilm að vori

Góður ilmur getur verið mikilvægur hluti af heildarútliti okkar. Að mati Gumma ætti þó að skipta þungum ilmum út fyrir léttari ilmi með hækkandi sól.

„Það er komið vor og það er að koma sumar. Ekki vera með þessa þungu ilmi, verið með eitthvað létt og gott. Prada eru með rosalega flotta ilmi sem eru léttir og góðir, Oceans er til dæmis rosalega góður. Ralph Lauren var koma með nýjan ilm sem heitir Red Perfume, hann er sjúklega ferskur og góður. Armani ilmirnir eru allir mjög góðir líka,“ segir hann.

Viðtalið er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Tíska er oft sett í samhengi við snobb og hégóma, ég er ekki þannig“

„Maður er alveg með svona x-ray sjón, eins og í Terminator myndunum. Fólk þarf ekki annað en að labba í átt til mín og þá sé ég oft nákvæmlega hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag.   

Gummi Kíró og Lína Birgitta trú­lofuð

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi Kíró, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir trúlofuðust í París í dag.

Það heitasta í haust að mati Gumma kíró

Gummi kíró fór yfir hausttískuna í Brennslunni á FM957 í dag. Kírópraktorinn er orðinn þekktur fyrir dýran fatasmekk, en hann spáir einstaklega mikið í fötum og því helsta sem er að gerast í tískuheiminum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.