Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. apríl 2023 09:02 Jón Þór Ólason lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. „Aldur er mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða þegar kemur að ungum brotamönnum og mun algengara er að þeir sem eru ungir að árum séu dæmdir bæði til vægari refsingar sem og að hún sé skilorðsbundin,“ segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Þetta á einkum við um þá sem eru undir átján ára aldri, ólögráða brotamönnum. Bendir Jón Þór á 2. tölulið 1. málsgreinar 74. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að aldrei megi dæma þá sem ekki hafa náð átján ára aldri í lengra en átta ára fangelsi. Dómaframkvæmdin á Íslandi beri þess merki. „Sömu refsimörk eru til staðar hvort sem hinir brotlegu eru samverkamenn eða hlutdeildarmenn í refsiverðum verknaði,“ segir Jón Þór. Ungmenni í haldi vegna manndráps Eins og flestum er kunnugt voru fjögur ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára handtekinn vegna manndráps á fimmtudagskvöld. Hinn látni var 27 ára pólskur karlmaður sem stunginn var til bana á bílastæði fyrir utan verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Þrjú ungmenni eru í haldi vegna manndráps við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.Vilhelm Gunnarsson Sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi lögreglu eftir að hafa veitt sannanir fyrir því að hún var ekki gerandi í verknaðinum. Þrír drengir eru enn þá í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Lögregla telur sig hafa nokkuð góða mynd af atburðarásinni. Átján er lykiltala Jón Þór segir skýrasta dæmið í réttarsögunni um átta ára refsihámarkið Hæstaréttardóm frá árinu 1978 þegar tveir drengir voru dæmdir fyrir fullframið manndráp þann 6. júlí árið 1976. Fórnarlambið var leigubílstjóri á fimmtugsaldri sem var að keyra drengina frá BSÍ þegar átök brutust út í bílnum. Þegar maðurinn stöðvaði bílinn í Kópavogi og flúði eltu þeir hann uppi og myrtu með grjóti. Annar drengjanna var sautján ára gamall og hlaut átta ára fangelsisdóm en hinn var orðinn átján og hlaut þess vegna tólf ára dóm. Skilorðsbundinn manndrápsdómur Annar dómur sýnir einnig vel hversu miklu máli ungur aldur skiptir við ákvörðun refsingar þegar kemur að manndrápum. Það er dómur frá árinu 1987 þegar fimmtán ára drengur var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stinga sextán ára dreng til bana. Refsingin var hins vegar öll skilorðsbundin sem er að sögn Jóns Þórs einsdæmi í íslenskri dómaframkvæmd. Var þetta því vægasti manndrápsdómur Íslandssögunnar. Frétt Morgunblaðsins 16. maí 1987 „Þar voru þó bæði ýmsar refsimildunarástæður sem og bundnar refsihækkunarheimildir undir og málið mjög sérstakt, svo ekki sé kveðið fastar að orði,“ segir Jón Þór. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistað í Reykjavík árið 1985. Horft var til þess að gerandinn hefði glímt við andlega erfiðleika og að honum hefði verið egnt af fórnarlambinu. Yngsti gerandinn tólf ára Eftir því sem Vísir kemst næst hafa fimm ólögráða einstaklingar framið eða komið að manndrápum frá árinu 1929. Þrjú átján ára ungmenni eru gerendur í manndrápsmálum og sex nítján ára. Málin eru flest frá áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Í einu tilviki var gerandinn ekki orðinn sakhæfur. Það var tólf ára drengur sem drekkti tveimur sjö ára drengjum í Glerá á Akureyri undir lok níunda áratugarins. Sökum ungs aldurs gerandans fóru þau mál ekki fyrir dóm heldur var honum komið á meðferðarheimili og undirgekkst sálfræðimeðferð. Sakhæfið hefst við fimmtán ára aldur, það er hæfi einstaklings að lögum til að bera refsiábyrgð vegna afbrots. Fyrir utan áðurnefnd atvik er eitt annað þar sem fimmtán ára einstaklingur kom að manndrápi. Það er stúlka sem hafði aðkomu að ráni sem endaði með manndrápi í Reykjavík árið 1991 ásamt sautján ára dreng. Hlaut hún þriggja ára fangelsi fyrir sína aðild að manndrápinu en hann fimm ára. Ungur aldur ráðandi þáttur Samkvæmt Jóni Þór er litið til ungs aldurs brotamanna allt upp í 21 árs aldur. „Auðvitað hefur sakarferill þar líka mikil áhrif, en ungur aldur er mjög ráðandi þáttur þegar kemur að ákvörðun refsingar,“ segir hann. Sem dæmi má nefna manndrápsmál frá árinu 1995 þar sem átján ára drengur keyrði niður fyrrverandi stjúpföður sinn eftir fjölskylduerjur. Hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm þar sem litið var til ungs aldurs og að gerandinn ætti engin refsiverð brot að baki. Annað dæmi er frá árinu 1978 þegar nítján ára drengur kyrkti til bana átján ára stúlku með snæri á Flateyri. Í héraðsdómi var hann dæmdur til sjö ára fangelsisvistar en Hæstiréttur þyngdi dóminn í átta ár. Til eru þó einnig dæmi um að ungmenni hafi fengið hámarksdóm fyrir manndráp. Svo sem mál frá árinu 1976 þegar átján ára drengur skaut mann á þrítugsaldri á Akureyri með riffli sem hann stal úr sportvöruverslun. Árásin var metin algerlega tilhæfulaus og handahófskennd og var hann dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í héraði. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn niður í tólf ára fangelsi vegna ungs aldurs og játningar. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Dómsmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Aldur er mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða þegar kemur að ungum brotamönnum og mun algengara er að þeir sem eru ungir að árum séu dæmdir bæði til vægari refsingar sem og að hún sé skilorðsbundin,“ segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Þetta á einkum við um þá sem eru undir átján ára aldri, ólögráða brotamönnum. Bendir Jón Þór á 2. tölulið 1. málsgreinar 74. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að aldrei megi dæma þá sem ekki hafa náð átján ára aldri í lengra en átta ára fangelsi. Dómaframkvæmdin á Íslandi beri þess merki. „Sömu refsimörk eru til staðar hvort sem hinir brotlegu eru samverkamenn eða hlutdeildarmenn í refsiverðum verknaði,“ segir Jón Þór. Ungmenni í haldi vegna manndráps Eins og flestum er kunnugt voru fjögur ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára handtekinn vegna manndráps á fimmtudagskvöld. Hinn látni var 27 ára pólskur karlmaður sem stunginn var til bana á bílastæði fyrir utan verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Þrjú ungmenni eru í haldi vegna manndráps við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.Vilhelm Gunnarsson Sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi lögreglu eftir að hafa veitt sannanir fyrir því að hún var ekki gerandi í verknaðinum. Þrír drengir eru enn þá í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Lögregla telur sig hafa nokkuð góða mynd af atburðarásinni. Átján er lykiltala Jón Þór segir skýrasta dæmið í réttarsögunni um átta ára refsihámarkið Hæstaréttardóm frá árinu 1978 þegar tveir drengir voru dæmdir fyrir fullframið manndráp þann 6. júlí árið 1976. Fórnarlambið var leigubílstjóri á fimmtugsaldri sem var að keyra drengina frá BSÍ þegar átök brutust út í bílnum. Þegar maðurinn stöðvaði bílinn í Kópavogi og flúði eltu þeir hann uppi og myrtu með grjóti. Annar drengjanna var sautján ára gamall og hlaut átta ára fangelsisdóm en hinn var orðinn átján og hlaut þess vegna tólf ára dóm. Skilorðsbundinn manndrápsdómur Annar dómur sýnir einnig vel hversu miklu máli ungur aldur skiptir við ákvörðun refsingar þegar kemur að manndrápum. Það er dómur frá árinu 1987 þegar fimmtán ára drengur var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stinga sextán ára dreng til bana. Refsingin var hins vegar öll skilorðsbundin sem er að sögn Jóns Þórs einsdæmi í íslenskri dómaframkvæmd. Var þetta því vægasti manndrápsdómur Íslandssögunnar. Frétt Morgunblaðsins 16. maí 1987 „Þar voru þó bæði ýmsar refsimildunarástæður sem og bundnar refsihækkunarheimildir undir og málið mjög sérstakt, svo ekki sé kveðið fastar að orði,“ segir Jón Þór. Atvikið átti sér stað fyrir utan skemmtistað í Reykjavík árið 1985. Horft var til þess að gerandinn hefði glímt við andlega erfiðleika og að honum hefði verið egnt af fórnarlambinu. Yngsti gerandinn tólf ára Eftir því sem Vísir kemst næst hafa fimm ólögráða einstaklingar framið eða komið að manndrápum frá árinu 1929. Þrjú átján ára ungmenni eru gerendur í manndrápsmálum og sex nítján ára. Málin eru flest frá áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Í einu tilviki var gerandinn ekki orðinn sakhæfur. Það var tólf ára drengur sem drekkti tveimur sjö ára drengjum í Glerá á Akureyri undir lok níunda áratugarins. Sökum ungs aldurs gerandans fóru þau mál ekki fyrir dóm heldur var honum komið á meðferðarheimili og undirgekkst sálfræðimeðferð. Sakhæfið hefst við fimmtán ára aldur, það er hæfi einstaklings að lögum til að bera refsiábyrgð vegna afbrots. Fyrir utan áðurnefnd atvik er eitt annað þar sem fimmtán ára einstaklingur kom að manndrápi. Það er stúlka sem hafði aðkomu að ráni sem endaði með manndrápi í Reykjavík árið 1991 ásamt sautján ára dreng. Hlaut hún þriggja ára fangelsi fyrir sína aðild að manndrápinu en hann fimm ára. Ungur aldur ráðandi þáttur Samkvæmt Jóni Þór er litið til ungs aldurs brotamanna allt upp í 21 árs aldur. „Auðvitað hefur sakarferill þar líka mikil áhrif, en ungur aldur er mjög ráðandi þáttur þegar kemur að ákvörðun refsingar,“ segir hann. Sem dæmi má nefna manndrápsmál frá árinu 1995 þar sem átján ára drengur keyrði niður fyrrverandi stjúpföður sinn eftir fjölskylduerjur. Hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm þar sem litið var til ungs aldurs og að gerandinn ætti engin refsiverð brot að baki. Annað dæmi er frá árinu 1978 þegar nítján ára drengur kyrkti til bana átján ára stúlku með snæri á Flateyri. Í héraðsdómi var hann dæmdur til sjö ára fangelsisvistar en Hæstiréttur þyngdi dóminn í átta ár. Til eru þó einnig dæmi um að ungmenni hafi fengið hámarksdóm fyrir manndráp. Svo sem mál frá árinu 1976 þegar átján ára drengur skaut mann á þrítugsaldri á Akureyri með riffli sem hann stal úr sportvöruverslun. Árásin var metin algerlega tilhæfulaus og handahófskennd og var hann dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í héraði. Hæstiréttur mildaði hins vegar dóminn niður í tólf ára fangelsi vegna ungs aldurs og játningar.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Dómsmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20