Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögregla telur að fjórmenningarnir sem voru handteknir vegna manndráps í Hafnarfirði hefðu þurft að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar. Við ræðum við lögreglu og heyrum í dómsmálaráðherra í beinni útsendingu.

Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun var fjallað um erfiðar aðstæður andlegra veika fanga á Íslandi. Við ræðum við hjúkrunarfræðing hjá Geðhjálp sem skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða. Eigi að fækka afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi.

Þá fjallar Kristján Már Unnarsson um fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng, sem gætu orðið langstærstu og dýrustu veggöng Íslands, við heyrum í Samtökunum 78 um áskorun til sveitarfélaga um að þau láti af fræðslu í grunnskólum og verðum í beinni frá Bíó Paradís - þar sem íslensk drauga- og spennumynd verður forsýnd í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×