Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. apríl 2023 07:01 Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar segir mikla stemningu hafa ríkt á starfaskiptaviku fyrirtækisins þar sem starfsfólk skipti um hlutverk og kynntist störfum samstarfsfólks. Hér má til dæmis sjá þegar Aðalsteinn Hákonarson söluráðgjafi í fagsölu á Egilsstöðum stóð vaktina í Blómavali og þegar Olga Líndal deildastjóri búsáhaldadeildar í Húsamiðjunni í Skútuvogi tók vakt í verkfæra og festingadeild. Vísir/Vilhelm, Húsasmiðjan „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. „Þetta var bara svo gaman. Við hvöttum starfsfólk einmitt til að fanga stemninguna með því að taka sem mest af myndum og birta þær á Workplace. Og til að undirstrika hvað stemningin var góð þá yfirfylltist Workplace-ið okkar!“ segir Edda og hlær. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um hvernig hægt er að kynnast ólíkum störfum innan sama fyrirtækisins og hver ávinningurinn af því getur verið. 1) Birna Sæmundsdóttir launafulltrúi og Árni Stefánsson forstjóri tóku vakt í vöruhúsinu. 2) Ólafur Stephensen rekstrarstjóri Fagmannaverslunar og Tómas Þór Kárason sölustjóri málningar tóku vakt í vöruhúsinu í Holtagörðum, þar sem Krystian Tadeusz Kowalczyk tók á móti þeim. 3) Máni Sveinsson starfsmaður í vöruhúsi hjá Ískraft fór í tölvudeild Húsasmiðjunnar, Alexander Marinuson tók á móti honum. 4) Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri verslunarsviðs fékk kennslu í fatadeildina í fagmannaverslun. Mörg skemmtileg markmið Hjá Húsasmiðjunni eru um 400 fastráðnir starfsmenn og segir Edda flesta þeirra hafa tekið þátt. Tvö vörumerki til viðbótar tilheyra félaginu en það eru Blómaval og Ískraft sem selur rafmagnsvörur. „Við erum með mörg útibú og dreifð um allt land þannig að við gerðum þetta þannig að stjórnendurnir á hverjum stað fyrir sig, sáu um að skipuleggja starfaskiptavikuna og við á mannauðsdeildinni komum bara að verkefninu til stuðnings. Við sendum reyndar út skipulag frá einum stjórnanda til allra, sem dæmi um gott skipulag því þessi aðili hafði unnið svo vel í því með sínu fólki,“ segir Edda aðspurð um góð ráð fyrir aðra vinnustaði sem myndu kannski vilja prófa starfaskiptaviku sem þessa. Edda segir undirbúninginn ekki þurfa að vera langan né flókinn. Við horfðum á markmiðin frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Til dæmis að fólk gæti betur áttað sig á tækifærum til starfsþróunar innan okkar vinnustaðar. Ég nefni sem dæmi starfsmenn úr vöruhúsunum okkar sem fóru í starfaskipti á upplýsingatæknisviðið sem sagði þá svolítið um áugasviðið þeirra. Annar vinkill er síðan að skipta um starf og fara á hinn enda þess sem maður sjálfur starfar við. Ég nefni sem dæmi vefverslunina þar sem vefstjóri og markaðsstjóri fóru og kynntust starfi þess sem vinnur við að taka vörurnar saman fyrir vefversluna.“ 1) Kristín Sævarsdóttir vörustjóri fór í starfaskipti á kassa í Húsasmiðjunni í Skútuvogi þar sem Arna Björg Waage kenndi henni tökin. 2) Birgir Björnsson í söluráðgjafi í fagsölu á Akureyri fór í timburafgreiðsluna til Arnars Loga Atlasonar. 3) Pétur Andrésson framkvæmdastjóri vörusviðs fór í starfaskipti í málningardeildina í Fagmannaverslun. 4) Kári Arnar Kárason deildarstjóri UT og Magnús Guðmann Jónsson fjármálastjóri tóku vakt í pípudeild. Þá segir hún marga starfsmenn í verslunum hafa skipt um starf við einhvern sem vinnur á öðru sviði en það sjálft. „Við erum auðvitað með svo marga vöruflokka og ólík svið en auðvitað gaman að kynnast fleiri sviðum og vörum hjá fyrirtækinu því þannig lærum við líka að skilja betur starf hvors annars, að bera virðingu fyrir starfi annarra, átta okkur betur á umfangi starfa annarra og svo framvegis.“ Undantekning á þessu voru smærri starfstöðvar eins og á landsbyggðinni. „Úti á landi er þetta víða öðruvísi því þar eru starfsmenn færri, allir þekkjast og allir eru fyrir löngu búnir að læra að ganga í ólík störf og verkefni miðað við það sem tíðkast í stærri útibúum. En það breytti því þó ekki að margir tóku þátt og stóðu þá kannski fyrir lítilli kynningu eða einhverju skemmtilegu í þessari viku.“ 1) Gauti Sigurgeirsson í timbursölunni á Akureyri fékk kennslu í Blómavali. 2) Edda mannauðstjóri fór í málningadeildina og sést hér á tali við Sigurð Sveinsson sölufulltrúa þar. 3) Elas Juknevicius sölufulltrúi í verkfæra og festingardeild Húsasmiðjunnar í Skútuvogi fór í Búsáhalda og vinnufatadeild. 4) Anna Bragadóttir mannauðsráðgjafi fór í starfaskipti í málningardeildinni í Skútuvogi. 5) Pétur Andrésson framkvæmdastjóri vörusviðs fór í starfaskipti í málningardeildina í Fagmannaverslun. Fyrst og fremst gaman Aðdragandi starfavikunnar var í rauninni svipað verkefni sem Húsasmiðjan stóð fyrir með sínu starfsfólki fyrir Covid. Þegar heimsfaraldurinn skall á, fóru hugmyndir sem þessar fyrir ofan garð og neðan en eftir Covid var ákveðið að þróa og stækka hugmyndina, stefna á viku viðburð frekar en einn eða tvo daga en áður hafði aðeins starfsfólk skrifstofu farið í önnur störf í verslunum og vöruhúsum. Edda segir að vika sé þó ekki tilvísun um að fólk hafi skipt um starf í viku eða marga daga. Starfsemin myndi auðvitað ekki þola það. „Ég er samt rosalega ánægð með að við völdum að vera með þetta sem viku en það sem starfa-vika fól í raun í sér er að fólk hafði svigrúm til að nýta tækifærið og kynnast öðrum störfum á þessari viku sem starfavikan var.“ Sjálf fór Edda í málningadeildina. „Ég lærði að blanda grunn og málningu en verð nú samt að viðurkenna að ég myndi ekki treysta mér í það verkefni,“ segir Edda og hlær. Alls kyns útfærslur voru í gangi: Í sumum tilfellum var fólk að færa sig alveg á milli sviða, fór til dæmis af skrifstofunni og í áfyllingu inn í verslun. Í sumum tilfellum var staðið fyrir kynningum á starfi eða deild og svo framvegis. „Við gerðum þetta þannig að í starfaskiptunum var tekið á móti starfsfólki sem kom í starfaskiptin eins og verið væri að taka á móti nýjum starfsmanni. Starfaskiptin voru því oft nokkurs konar nýliðakynning og á hverjum stað var einhver starfsmaður sem tók á móti þér sem nýliða.“ Edda segir vikuna fyrst og fremst hafa verið ótrúlega skemmtilega og það sé engin spurning í þeirra huga að endurtaka leikinn síðar. „Enda er tilgangurinn svo margþættur að mínu viti. Við fáum öll flotta innsýn og betri skilning á störfum hvors annars, áttum okkur á því hvað það eru mörg ólík störf innan fyrirtækis sem er stórt að umfangi og með þremur ólíkum vörumerkjum. Starfavikan er líka góð leið til að sýna öllu starfsfólki hvað það er mikilvægt inn í stóru myndinni, við skiptum öll máli í tannhjólinu. Þetta er allt jákvæð atriði til viðbótar við að við eflum vitund okkar og þekkingu, áttum okkur betur á starfsþróunarmöguleikum og sjáum jafnvel ný tækifæri fyrir okkur í starfi innan sama fyrirtækis,“ segir Edda en bætir við: Fyrst og fremst var þetta bara svo gaman! Og það var í rauninni stærsta markmiðið líka því það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að það sé líka gaman í vinnunni.“ Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Starfsframi Mannauðsmál Verslun Tengdar fréttir Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00 Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. 14. apríl 2023 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Þetta var bara svo gaman. Við hvöttum starfsfólk einmitt til að fanga stemninguna með því að taka sem mest af myndum og birta þær á Workplace. Og til að undirstrika hvað stemningin var góð þá yfirfylltist Workplace-ið okkar!“ segir Edda og hlær. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um hvernig hægt er að kynnast ólíkum störfum innan sama fyrirtækisins og hver ávinningurinn af því getur verið. 1) Birna Sæmundsdóttir launafulltrúi og Árni Stefánsson forstjóri tóku vakt í vöruhúsinu. 2) Ólafur Stephensen rekstrarstjóri Fagmannaverslunar og Tómas Þór Kárason sölustjóri málningar tóku vakt í vöruhúsinu í Holtagörðum, þar sem Krystian Tadeusz Kowalczyk tók á móti þeim. 3) Máni Sveinsson starfsmaður í vöruhúsi hjá Ískraft fór í tölvudeild Húsasmiðjunnar, Alexander Marinuson tók á móti honum. 4) Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri verslunarsviðs fékk kennslu í fatadeildina í fagmannaverslun. Mörg skemmtileg markmið Hjá Húsasmiðjunni eru um 400 fastráðnir starfsmenn og segir Edda flesta þeirra hafa tekið þátt. Tvö vörumerki til viðbótar tilheyra félaginu en það eru Blómaval og Ískraft sem selur rafmagnsvörur. „Við erum með mörg útibú og dreifð um allt land þannig að við gerðum þetta þannig að stjórnendurnir á hverjum stað fyrir sig, sáu um að skipuleggja starfaskiptavikuna og við á mannauðsdeildinni komum bara að verkefninu til stuðnings. Við sendum reyndar út skipulag frá einum stjórnanda til allra, sem dæmi um gott skipulag því þessi aðili hafði unnið svo vel í því með sínu fólki,“ segir Edda aðspurð um góð ráð fyrir aðra vinnustaði sem myndu kannski vilja prófa starfaskiptaviku sem þessa. Edda segir undirbúninginn ekki þurfa að vera langan né flókinn. Við horfðum á markmiðin frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Til dæmis að fólk gæti betur áttað sig á tækifærum til starfsþróunar innan okkar vinnustaðar. Ég nefni sem dæmi starfsmenn úr vöruhúsunum okkar sem fóru í starfaskipti á upplýsingatæknisviðið sem sagði þá svolítið um áugasviðið þeirra. Annar vinkill er síðan að skipta um starf og fara á hinn enda þess sem maður sjálfur starfar við. Ég nefni sem dæmi vefverslunina þar sem vefstjóri og markaðsstjóri fóru og kynntust starfi þess sem vinnur við að taka vörurnar saman fyrir vefversluna.“ 1) Kristín Sævarsdóttir vörustjóri fór í starfaskipti á kassa í Húsasmiðjunni í Skútuvogi þar sem Arna Björg Waage kenndi henni tökin. 2) Birgir Björnsson í söluráðgjafi í fagsölu á Akureyri fór í timburafgreiðsluna til Arnars Loga Atlasonar. 3) Pétur Andrésson framkvæmdastjóri vörusviðs fór í starfaskipti í málningardeildina í Fagmannaverslun. 4) Kári Arnar Kárason deildarstjóri UT og Magnús Guðmann Jónsson fjármálastjóri tóku vakt í pípudeild. Þá segir hún marga starfsmenn í verslunum hafa skipt um starf við einhvern sem vinnur á öðru sviði en það sjálft. „Við erum auðvitað með svo marga vöruflokka og ólík svið en auðvitað gaman að kynnast fleiri sviðum og vörum hjá fyrirtækinu því þannig lærum við líka að skilja betur starf hvors annars, að bera virðingu fyrir starfi annarra, átta okkur betur á umfangi starfa annarra og svo framvegis.“ Undantekning á þessu voru smærri starfstöðvar eins og á landsbyggðinni. „Úti á landi er þetta víða öðruvísi því þar eru starfsmenn færri, allir þekkjast og allir eru fyrir löngu búnir að læra að ganga í ólík störf og verkefni miðað við það sem tíðkast í stærri útibúum. En það breytti því þó ekki að margir tóku þátt og stóðu þá kannski fyrir lítilli kynningu eða einhverju skemmtilegu í þessari viku.“ 1) Gauti Sigurgeirsson í timbursölunni á Akureyri fékk kennslu í Blómavali. 2) Edda mannauðstjóri fór í málningadeildina og sést hér á tali við Sigurð Sveinsson sölufulltrúa þar. 3) Elas Juknevicius sölufulltrúi í verkfæra og festingardeild Húsasmiðjunnar í Skútuvogi fór í Búsáhalda og vinnufatadeild. 4) Anna Bragadóttir mannauðsráðgjafi fór í starfaskipti í málningardeildinni í Skútuvogi. 5) Pétur Andrésson framkvæmdastjóri vörusviðs fór í starfaskipti í málningardeildina í Fagmannaverslun. Fyrst og fremst gaman Aðdragandi starfavikunnar var í rauninni svipað verkefni sem Húsasmiðjan stóð fyrir með sínu starfsfólki fyrir Covid. Þegar heimsfaraldurinn skall á, fóru hugmyndir sem þessar fyrir ofan garð og neðan en eftir Covid var ákveðið að þróa og stækka hugmyndina, stefna á viku viðburð frekar en einn eða tvo daga en áður hafði aðeins starfsfólk skrifstofu farið í önnur störf í verslunum og vöruhúsum. Edda segir að vika sé þó ekki tilvísun um að fólk hafi skipt um starf í viku eða marga daga. Starfsemin myndi auðvitað ekki þola það. „Ég er samt rosalega ánægð með að við völdum að vera með þetta sem viku en það sem starfa-vika fól í raun í sér er að fólk hafði svigrúm til að nýta tækifærið og kynnast öðrum störfum á þessari viku sem starfavikan var.“ Sjálf fór Edda í málningadeildina. „Ég lærði að blanda grunn og málningu en verð nú samt að viðurkenna að ég myndi ekki treysta mér í það verkefni,“ segir Edda og hlær. Alls kyns útfærslur voru í gangi: Í sumum tilfellum var fólk að færa sig alveg á milli sviða, fór til dæmis af skrifstofunni og í áfyllingu inn í verslun. Í sumum tilfellum var staðið fyrir kynningum á starfi eða deild og svo framvegis. „Við gerðum þetta þannig að í starfaskiptunum var tekið á móti starfsfólki sem kom í starfaskiptin eins og verið væri að taka á móti nýjum starfsmanni. Starfaskiptin voru því oft nokkurs konar nýliðakynning og á hverjum stað var einhver starfsmaður sem tók á móti þér sem nýliða.“ Edda segir vikuna fyrst og fremst hafa verið ótrúlega skemmtilega og það sé engin spurning í þeirra huga að endurtaka leikinn síðar. „Enda er tilgangurinn svo margþættur að mínu viti. Við fáum öll flotta innsýn og betri skilning á störfum hvors annars, áttum okkur á því hvað það eru mörg ólík störf innan fyrirtækis sem er stórt að umfangi og með þremur ólíkum vörumerkjum. Starfavikan er líka góð leið til að sýna öllu starfsfólki hvað það er mikilvægt inn í stóru myndinni, við skiptum öll máli í tannhjólinu. Þetta er allt jákvæð atriði til viðbótar við að við eflum vitund okkar og þekkingu, áttum okkur betur á starfsþróunarmöguleikum og sjáum jafnvel ný tækifæri fyrir okkur í starfi innan sama fyrirtækis,“ segir Edda en bætir við: Fyrst og fremst var þetta bara svo gaman! Og það var í rauninni stærsta markmiðið líka því það er svo mikilvægt fyrir okkur öll að það sé líka gaman í vinnunni.“
Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Starfsframi Mannauðsmál Verslun Tengdar fréttir Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00 Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00 Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. 14. apríl 2023 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02
Ný rannsókn: Stefnir nú í að jafnrétti náist eftir 300 ár Eflaust telja einhverjir að nú sé verið að reyna að herja á jafnréttisbaráttunni með fyrirsögn sem er svo sjokkerandi að hún getur ekki annað en náð athygli. 19. apríl 2023 07:00
Segir hiklaust að hann sé búinn með 28 ár í háskóla „Ég segi alveg hiklaust að ég sé með 28 ára háskólanám að baki. Því til viðbótar við háskólanámið á Bifröst get ég með góðri samvisku sagt að þessi 25 ár sem ég hef verið með Skessuhornið jafnist á við háskólanám í atvinnulífi og menningu. Þetta starf er endalaus skóli og ég fyrir löngu orðinn sérfræðingur í Vesturlandi,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhornsins, héraðsfréttablaðs Vesturlands. 17. apríl 2023 07:00
Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. 14. apríl 2023 07:01