Barcelona búið að redda sér 226 milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:02 Leikmenn Barcelona fagna ekki mörkum á Spotify Camp Nou á næsta tímabili því völlurinn fer þá í gegnum enduruppbyggingu. Getty/ Alex Caparros Slæm fjárhagsstaða Barcelona hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Fyrst hafði félagið ekki efni á að semja við Lionel Messi, þá hefur gengið illa að fá keppnisleyfi fyrir leikmenn og skuldastaðan er mjög slæm. Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026. Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira
Engu að síður hafa forráðamenn Barcelona nú gefið það út að þeir hafi náð að tryggja sér 1,5 milljarða evra frá ýmsum fjárfestum til að fjármagna enduruppbygginu Nývangs sem heitir nú Spotify Camp Nou. Þetta gerir 226 milljarða í íslenskum krónum sem verður nú að teljast vera vel gert hjá félagi sem glímir við þessa miklu fjárhagserfiðleika. Barcelona have secured almost 1.5 billion in financing to press ahead with the redevelopment of Spotify Camp Nou.Barça will be moving to the Olympic Stadium next season and hope to be back at Camp Nou by November 2024 pic.twitter.com/3uV41HvAN7— ESPN FC (@ESPNFC) April 24, 2023 Peningarnir koma frá fjárfestum úr öllum áttum en alls eru tuttugu sem taka þátt í þessum verkefni með Barcelona. Félagið ætlar að endurnýja hinn fornfræga leikvang sinn og búa til stórglæsilegan leikvang sem tekur 99 þúsund manns í sæti. Í leiðinni mun svæðið í kring vera tekið algjörlega í gegn en fyrirmyndin er örugglega nýjustu íþróttaleikvangarnir í Bandaríkjunum. Hverfið mun síðan gefa tækifæri til að efla innkomu félagsins til mikilla muna. Félagið tók það líka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að engar eignir félagsins hafi verið notaðar sem trygging og þá var heldur ekki tekið veð í mannvirkinu. Félagið ætlar að greiða fjárfestunum til baka á fimm, sjö, níu, tuttugu og 24 árum og hefur náð samkomulagi um sveigjanlegt uppgjör. Félagið mun byrja að greiða fjárfestunum til baka um leið og framkvæmdunum við leikvanginn lýkur. Barcelona secure 1.5bn in funds to begin Camp Nou remodel - ESPN Australia https://t.co/57N0gcMmon #Sydney #sports #health #mma— (@PressReview99) April 25, 2023 Það kom fram að meðal fjárfestar voru fyrirtæki eins og Goldman Sachs, JP Morgan, JLL, Perez-Llorca, DLA Piper, Key Capital Partners, Legends og IPG 360. Framkvæmdir eru hafnar en Barcelona mun spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum á meðan þær eru í gangi eða frá og með næsta tímabili. Sá völlur tekur þó bara fimmtíu þúsund manns og er í Montjuic hverfi borgarinnar. Barcelona vonast til að komast aftur til baka á Nývang fyrir nóvember 2024 en félagið heldur þá upp á 125 ára afmælið. Vinna á svæðinu mun hins vegar vera í gangi til ársins 2026.
Spænski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Sjá meira