Þurfa að færa Janet Jackson tónleika út af velgengni Hawks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 13:00 Janet Jackson þarf nú að taka tvö kvöld í röð í heimahöll Atlanta Hawks. Getty/Richard Shotwell Atlanta Hawks hélt sér á lífi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna frábæran endurkomusigur í Boston. Atlanta var í raun nánast búið að tapa leiknum en vann upp þrettán stiga forskot Boston Celtics í fjórða leikhluta og tryggði sér síðan 119-117 sigur á magnaðri þriggja stiga körfu frá Trae Young langt fyrir utan línuna. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Trae Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Einhverjir voru að tala um að hann væri ofmetinn leikmaður en hann svaraði því inn á vellinum í nótt. Young skoraði meðal annars fjórtán síðustu stig Hawks manna í leiknum og hefur skorað sextíu stig í fjórða leikhluta í einvíginu. Næsti leikur er því í Atlanta á fimmtudagskvöldið en það lítur út fyrir að forráðamenn State Farm Arena, heimahallar Atlanta Hawks liðsins, hafi ekki búist við þessari velgengi Hawks liðsins. Sama kvöld áttu nefnilega að fara fram Janet Jackson tónleikar í höllinni. Janet er á Together Again tónleikaferð um Bandaríkin og tveir af tónleikunum fara fram í Atlanta. Þeir áttu að fara fram á fimmtudegi og laugardegi en hin 56 ára gamla Janet þarf nú að taka tvö kvöld í röð. Ákveðið var nefnilega að að færa Janet Jackson tónleikana aftur um eitt kvöld eða yfir á föstudagskvöldið. Miðarnir gilda áfram og þeir sem komast ekki þá geta fengið endurgreitt. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Atlanta var í raun nánast búið að tapa leiknum en vann upp þrettán stiga forskot Boston Celtics í fjórða leikhluta og tryggði sér síðan 119-117 sigur á magnaðri þriggja stiga körfu frá Trae Young langt fyrir utan línuna. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Trae Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Einhverjir voru að tala um að hann væri ofmetinn leikmaður en hann svaraði því inn á vellinum í nótt. Young skoraði meðal annars fjórtán síðustu stig Hawks manna í leiknum og hefur skorað sextíu stig í fjórða leikhluta í einvíginu. Næsti leikur er því í Atlanta á fimmtudagskvöldið en það lítur út fyrir að forráðamenn State Farm Arena, heimahallar Atlanta Hawks liðsins, hafi ekki búist við þessari velgengi Hawks liðsins. Sama kvöld áttu nefnilega að fara fram Janet Jackson tónleikar í höllinni. Janet er á Together Again tónleikaferð um Bandaríkin og tveir af tónleikunum fara fram í Atlanta. Þeir áttu að fara fram á fimmtudegi og laugardegi en hin 56 ára gamla Janet þarf nú að taka tvö kvöld í röð. Ákveðið var nefnilega að að færa Janet Jackson tónleikana aftur um eitt kvöld eða yfir á föstudagskvöldið. Miðarnir gilda áfram og þeir sem komast ekki þá geta fengið endurgreitt. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins