Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. apríl 2023 08:35 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni. Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni.
Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira