Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. apríl 2023 10:31 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. vísir/arnar Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir að deilan snúi að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Að mati BSRB neitar SÍS að leiðrétta ójafnræðið á launum starfsfólks og segir í tilkynningunni að fundir með ríkissáttasemjara hafi engu skilað. Því sé næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar. „Þessi staða kemur okkur mjög á óvart enda fórum við fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma. Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt.“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningunni. Verði verkfallsboðunin samþykkt fer fyrsta lota fram í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar þann 15. og 16. maí næstkomandi. Stéttarfélög Félagasamtök Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir að deilan snúi að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Að mati BSRB neitar SÍS að leiðrétta ójafnræðið á launum starfsfólks og segir í tilkynningunni að fundir með ríkissáttasemjara hafi engu skilað. Því sé næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar. „Þessi staða kemur okkur mjög á óvart enda fórum við fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma. Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt.“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningunni. Verði verkfallsboðunin samþykkt fer fyrsta lota fram í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar þann 15. og 16. maí næstkomandi.
Stéttarfélög Félagasamtök Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira