Var fimmtán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta erlenda plötusamninginn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2023 09:01 Jófríður Ákadóttir, JFDR, var að senda frá sér plötuna Museum og stefnir á 16 gigga tónleikaferðalag sem lýkur í Fríkirkjunni í júní. Vísir/Vilhelm „Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni. Jófríður notast við listamannsnafnið JFDR og var að senda frá sér plötuna Museum, sem er hennar þriðja sóló plata. Hún er á leið í tónleikaferðalag sem hún hyggst ljúka í Reykjavík áttunda júní næstkomandi með tónleikum í Fríkirkjunni. Verða það jafnframt sextándu tónleikarnir á ferðalaginu. Jófríður var að gefa út plötuna Museum og er á leið í tónleikaferðalag.Dóra Dúna Tónlistin órjúfanlegur hluti af tilverunni „Ég byrjaði ung í tónlistarnámi og foreldrar mínir eru líka tónlistarmenn. Ég og tvíburasystir mín byrjuðum svo snemma að leika okkur að búa til tónlist í forritinu Garageband og tókum meðal annars þátt í hljómsveitakeppni í vinnuskólanum. Það þróaðist yfir í hljómsveitina Pascal Pinon, svo komu Músíktilraunir og þetta hélt áfram að þróast. Þegar okkur fannst spennandi að gera raftónlist byrjuðum við með hljómsveitina Samaris og ég fékk útrás fyrir eitthvað allt annað þar.“ Jófríður segir að allt hafi gerst í miklu flæði og samfélagið í kringum hana hafi einkennst af samræðum og sköpun. „Fólkið í kringum mig var sama fólk og ég var að búa til tónlist með. Svo gerðist það bara einhvern veginn að maður fór að setja eitthvað út og skapa einhverjar bylgjur, spila fyrir fólk og búa til meiri vinnu úr þessu. Þó að við höfum alltaf verið á fullu að spila og gefa út efni fannst mér ég samt einhvern veginn byrja að vera að vinna við þetta fyrr en seinna, kannski meira að segja eftir að ég var búin í menntaskóla.“ Hún segir umhverfið hafa spilað veigamikið hlutverk í hennar þróun. „Það hefur áhrif hvaða fólki maður er að hanga með, hvað manni finnst skemmtilegt, hvað maður hefur áhuga á og hvaða tækifæri eru í boði. Mér finnst ég líka hafa verið heppin að vera með svona nærandi umhverfi, bæði í Reykjavík og líka heima fyrir í mínum vinahópi og fjölskyldu,“ segir Jófríður, sem er alin upp í Vesturbænum. Jófríður Ákadóttir er alin upp í Vesturbænum og býr þar enn, á milli þess sem hún ferðast um heiminn.Vísir/Vilhelm Frelsandi og stórt skref Aðspurð hvað stendur upp úr frá því hún byrjaði í tónlist svarar Jófríður: „Auðvitað hefur maður lært svo ótrúlega margt. Það er margt sem ég sé sem áframhaldandi samheldinn þráð hjá mér. En það að taka skrefið og byrja sóló ferilinn, það var rosalega stórt skref. Þegar maður er búinn að vera í hljómsveitum lengi þá finnst manni svolítið erfitt að taka þetta pláss og segja: Nú ætla ég alveg að stjórna og prófa að gera bara mitt. Það var þó rosalega frelsandi og stórt fyrir mig að gera það.“ Hún segir þetta hafa verið rétta ákvörðun á réttum tíma. „Það getur verið erfitt að vinna með fólki því fólk vinnur á ólíkum hraða og á ólíkum forsendum. Ég fann bara að ég var með svo mikla orku, með mikla þörf til að búa eitthvað til og kýla á hlutina og fannst kannski kominn tími til að yfirfæra það í eitthvað annað. Þá fór að hægjast á hinum verkefnunum, því allt sem maður setur orku í það vex og orkan mín var meira komin yfir í sóló efnið mitt.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Back To The Sky með Ólafi Arnalds og JFDR frá árinu 2020: Lélegir plötusamningar og vondar ákvarðanir mótandi Hljómsveitirnar Pascal Pinon og Samaris hafa verið mikill skóli að sögn Jófríðar sem hún býr vel að. „Að vinna með fólki, prófa sig áfram, vinna með mismunandi plötufyrirtækjum og gera mistök er svo hollt. Til dæmis að gera lélega plötusamninga og taka vondar ákvarðanir, stórar og smáar. Maður er reynslunni ríkari og það er gott að hafa gert þetta þegar maður er ungur og til dæmis ekki með mjög há mánaðarleg útgjöld. Það var rosa mikil hjálp fyrir mig að þurfa ekki að vera að stressast í því.“ Jófríður segir sköpunargleðina búa í okkur öllum og er þakklát fyrir þann vettvang sem hún hefur fyrir listsköpunina. „Ég held að það séu rosalega margir sem hafa margt fram á að færa en hafa kannski ekki fengið þessi ár eins og ég hafði sem unglingur við að leika mér og prófa mig áfram, búa til eitthvað batterí í kringum það sem ég var að gera þegar það var ekki mikið í húfi. Fallið gat verið rosalega mjúkt og ég bý mjög vel að því, það eru algjör forréttindi.“ Mamma sendi plötuna á erlent fyrirtæki Tengingin við erlendu tónlistarsenuna á upptök sín að rekja til móður Jófríðar. „Við byrjuðum Pascal Pinon í kringum árið 2008 og fyrsta platan okkar kemur út 2009. Síðan sendir mamma plötuna á uppáhalds plötufyrirtækið sitt í Þýskalandi. Hún sendir bara póst og skrifar hér er plata og sendi líka blaðaúrklippur og einhvern texta,“ segir Jófríður kímin og bætir við: „Þetta var plötufyrirtæki með sterka íslenska tengingu, var að gefa út efni með íslensku hljómsveitunum Seabear og Múm og mamma var svo hrifin af þessari tónlist. Pósturinn hennar skilaði sér svo í plötusamningi og samstarfi við þetta fyrirtæki í mörg ár. Þetta er svo krúttlegt að ég fæ meira að segja smá hnút í magann að tala um þetta, ég hef ekki hugsað um þetta lengi. Mamma var ekki umboðsmaður hljómsveitarinnar en hún er rosa mikill aðdáandi. Hún er líka mjög brútal stundum og óhrædd við það. Einhvern tíma hélt ég tónleika og var illa undirbúin og hún sagði bara Jófríður þú ert ekki enn þá fjórtán ára, þetta er ekki krúttlegt lengur. Ég var bara alveg miður mín,“ segir Jófríður hlæjandi og bætir við að mamma sín sé frábær og hafi jú átt upptök að ferlinum erlendis. „Svo fórum við að vinna með plötufyrirtækinu hennar Bjarkar í Bretlandi sem heitir One Little Independent. Það var rosa góður skóli og við unnum með þeim í mörg ár. Þetta þýska fyrirtæki var meira kósý en breski bransinn er miklu harðari, hlutirnir gerast hratt og umhverfið er harðara. Þar er líka mögulega meira til að vinna, því meira sem er í húfi því meiri harka fylgir. Við kynntumst því aðeins líka. Eftir það ákvað ég að finna einhvern milliveg fyrir mitt eigið verkefni.“ Myndi segja yngri Jófríði að hafa trú á tónlistinni sinni Jófríður er nú samningsbundin í tónlistinni en segist lengi hafa unnið algjörlega sjálfstætt og gefið út sjálf. „Það var gott að geta nýtt mér þessa nýjung sem er komin upp í tónlistarheiminum þar sem þú getur verið bara með dreifingarsamning og þau taka miklu lægri prósentu til styttri tíma. Þú færð kannski minni stuðning en fyrir vikið ertu með meira frelsi. Ég var mjög lengi í því, mig langaði að byggja þetta upp hægt og gera það á mínum forsendum.“ Sú ákvörðun var að sögn Jófríðar mikilvæg og góð. „Það hefur skilað sér rosa mikið til mín aftur, þó maður sé kannski ekki með jafn mikið áberandi þá á maður efnið sitt og hefur þau spil í hendi. Ég lærði svo margt þegar ég var í Samaris, til dæmis að ef maður les ekki smáa letrið og er ekki að passa sig og maður þekkir ekki bransann, þá getur maður lent í leiðindum. Það náttúrulega getur enginn gert þá kröfu að maður þekki bransann þegar maður er fimmtán ára, en ef þú gefur alltof mikið alltof snemma þá hefurðu miklu minna til að spila með og semja um.“ Jófríður hefur lært margt og mikið af því að hafa verið í tónlistarbransanum frá unglingsaldri.Vísir/Vilhelm Hún segir margt hafa komið sér á óvart og það sé algengt að fólk eigi erfitt með að átta sig á bransanum. „Það er ótrúlegt hvað fólk á erfitt með að átta sig á sínu eigin virði, hversu mikils virði er tónlistin? Ég held að ef ég gæti farið aftur í tímann og talað við sjálfa mig, þegar við vorum að gera samninga eða bara þegar við vorum að byrja, þá myndi ég vilja segja: Hey þetta er flott stöff og þú þarft bara að hafa trú á þessu. Ég man bara að ef einhver ætlaði að gefa mér hundrað þúsund kall, segjum bara sem dæmi, þá er maður bara vá í alvörunni, meturðu þetta svona mikils? Svo fattar maður ekki að þetta er miklu meira virði en það. Maður kann ekki að meta þessa hluti og þetta er rosalega erfitt. Þannig að ég þurfti að læra það og þegar ég fór að gera sóló efni þá hélt ég spilunum að mér og ákvað að fara hægt í gegnum þetta, bara á mínum forsendum og mér finnst það rosa gott.“ Hún segir einnig erfitt að fá almennilegar ráðleggingar þegar það kemur til dæmis að samningum. „Þegar við vorum að leita okkur ráðleggingar og tala við fólk sem veit meira en maður sjálfur þá fannst mér rosa erfitt að fá skýr svör. Hvað er góður samningur og hvað eigum við að skrifa undir? Við vorum með umboðsmann og lögfræðinga og alls konar fólk og samt er maður á endanum að skrifa undir eitthvað sem maður hefði ekki viljað skrifa undir, þegar maður er búinn að átta sig á hlutunum. Það er svo magnað að þeir sem maður hefði haldið að vissu þetta og maður treysti voru ekki nógu skýrir, að mínu mati.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Life Man af nýju plötunni Museum: Tónlist sem hentar stærri markaði Áhuginn hefur alltaf leitað til útlanda í tónlistinni hjá Jófríði. „Við vorum aldrei með metnað í að vera stórt band á Íslandi. Hugsunin var alltaf að tónlistin væri ekki nógu mainstream og hún þyrfti að fara á stærri markað til að finna nógu stóran og góðan hlustendahóp. Áherslan var alltaf að fara út, því Ísland er svo lítið land. Það er alls ekki þannig að Ísland skipti ekki máli, áherslan var bara önnur hjá okkur.“ Það má með sanni segja að tónlistin einkenni líf Jófríðar og lýsir hún tónlistinni sem orkuskiptum. „Tónlistin er alltumlykjandi, hún fer svo oft fram hjá heilanum og fram hjá augunum og beint inn í hjartað. Ég held að það séu svo margir sem upplifa mjög sterka tengingu við tónlist því hún er orkan í rýminu eða orkan sem þú ert að hlaða þig með. Það er svo frábær, lúmskur og magnaður miðill. Ég hef alltaf verið rosa hrifin af tónlist, hef hlustað heilmikið á hana frá því ég var mjög lítil. Fyrir mér er þetta líklega minn uppáhalds miðill, sem ég hef alltaf verið mjög næm fyrir og langað að skapa eitthvað úr.“ Jófríður er þakklát fyrir að geta gert tónlist út frá sjálfri sér.Dóra Dúna Tónlistin er því einhvers konar köllun hjá Jófríði og segist hún aldrei hafa efast um að hún sé á réttri hillu. „Ég verð alveg stundum þreytt, þreytt á því að setja pressu á sjálfa mig að búa eitthvað til eða standast einhverjar væntingar. Ég finn það alveg að maður verður þreyttur að taka ákvarðanir og stundum hugsa ég að ég vildi að ég væri bara að vinna við eitthvað sem maður þarf ekki að gera með hausnum. Þar kemur kannski inn smá efi en ég held að ég sé frekar heppin, ég fæ ekki svona loddaralíðan (e. imposter syndrom) eða hugsa að fólki finnst þetta ekki gott, því ég hef alltaf verið frekar góð í að meta hlutina út frá sjálfri mér. Ég er að gera tónlist fyrir sjálfa mig og á mínum eigin forsendum. Það er mikill kostur og maður þarf að bera virðingu fyrir því, það er ekki sjálfsagt.“ Mikilvægt að taka pásuna svo pásan taki þig ekki Dagarnir eru fjölbreyttir hjá þessari tónlistarkonu. „Daglegt líf getur verið svolítið kaotískt, eins og ég var að tala um áðan, að vera þreytt. Ég verð oft svolítið þreytt á því að vera ekki með fasta rútínu og að þurfa alltaf að taka ákvarðanir. Sérstaklega þegar maður er að gefa eitthvað út, það er ótrúlega mikið um að vera og maður þarf að vera hér og þar. Það er ótrúlega skemmtilegt en það getur líka verið smá kaotískt. Þannig að daglegt líf núna er mjög fjölbreytt og ég þarf svolítið að ákveða í byrjun dags hvort ég ætli í stúdíóið og vinna í tónlist eða ætla ég að svara tölvupósti og sinna öðrum verkefnum, hvenær ætla ég að taka pásu og hversu langa og þar fram eftir götum.“ Aðspurð hvort hún sé dugleg að passa að taka því rólega inn á milli svarar Jófríður: „Að sjálfsögðu verður maður að vera duglegur að taka pásur, annað hvort tek ég pásuna eða pásan tekur mig.“ Fólkið aðal innblásturinn Innblásturinn fær hún úr ýmsum áttum en þó aðallega frá fólkinu í kringum sig. „Auðvitað fæ ég innblástur frá því sem ég tek inn, ef ég er að hlusta, lesa eða horfa á eitthvað. Mér finnst það þó fara í hrærigrauts pott og undirmeðvitundin vinnur úr því og spýtir einhverju út. En ég finn að ég fæ rosalega mikla orku frá fólki í kringum mig, til dæmis ef ég er að hitta fólk sem er að búa til tónlist eða er að vinna með fólki og sé mismunandi ferla. Mér finnst áhugavert að pæla í fólki og hvernig ferla það hefur, hvernig það vinnur, það er svo inspererandi. Ég er stöðugt að finna upp mitt ferli og búa til nýtt, bæði í listsköpun og í daglegu lífi. Það hvernig ég geri hlutina er alltaf í stöðugri endurskoðun. Við erum sem dæmi alltaf að halda okkur uppteknum, skrolla í símanum, svara skilaboðum eða gera eitthvað. En ég held það sé svo hollt að staldra við. Stundum þarf ég að þvinga sjálfa mig til að til dæmis bara brjóta saman þvott eða skera kartöflur, ekki vera alltaf með milljón hluti í gangi á sama tíma.“ Jófríður Ákadóttir, JFDR, er óhrædd við að nálgast erfiðar tilfinningar í lögunum sínum.Vísir/Vilhelm Enduruppgötvun Nýja platan hennar Jófríðar heitir sem áður segir Museum eða safn. „Fyrir mitt leyti fjallar platan svolítið um að enduruppgötva eitthvað ferli. Ég var komin á stað þar sem mér fannst erfitt að skapa og sjá fyrir mér hvernig þessi plata myndi verða til. Ég gerði ekkert í langan tíma en hún var í hausnum og maganum á mér svo á lokasprettinum gerði ég allt. Það var allt rosa meðvitað, ég var búin að vera lengi að hugsa og spá og svo ákvað ég bara að setja pening í stúdíó tíma og þá var kominn harður rammi að klára þetta. Við fórum og tókum upp í nokkra daga, svo fórum við aftur tveimur mánuðum síðar, mixuðum plötuna og þá vorum við búin. Þetta plan virkaði, það hefði alveg getað ekki virkað en þetta gekk einhvern veginn upp. Það var svo fallegt og ég, maðurinn minn Josh Wilkinson og Shahzad Ismaily samstilltum okkur algjörlega við að klára þetta og okkur tókst mjög vel til, sem var ákveðið kraftaverk,“ segir Jófríður en hún hefur unnið með þeim báðum oft áður í tónlistinni og mynda þau öflugt teymi. „Í dag er ég svo strax að hugsa um næstu plötu, það er alltaf þannig hjá mér.“ Falleg og erfið tilvera Jófríður er óhrædd við að nálgast erfiðar tilfinningar í textunum sínum. „Í tónlistinni skrifa ég um það sem hreyfir við mér og með þessari plötu finnst mér ég óvart hafa verið að detta inn í nostalgíu sem er smá melankólísk. Ég er að leita að fegurð inn í erfiðum, óþægilegum og sárum hlutum sem leið til að segja við heiminn að það er rosa fallegt en rosa erfitt að vera til. Þetta fjallar um ástir og tilfinningar en þegar allt kemur til alls er þetta líka viðurkenning á því að allt getur verið rosa fallegt þó það sé sárt.“ Aðspurð hvort það sé erfitt að fara inn í þessar tilfinningar hugsar Jófríður sig aðeins um. „Þetta er ekki spurning sem er hægt að svara já eða nei við. Auðvitað er það erfitt og margslungið en á sama tíma er þetta líka eitthvað sem ég hef alltaf gert. Maður þarf alltaf að fara inn í eitthvað til að vinna úr því og þetta er kannski mín leið til að gera þetta. Ég held við séum öll með einhverjar leiðir til að meðtaka tilveruna og listsköpun er ein af þeim. Ég held það sé erfitt fyrir fólk sem hefur ekkert rými til að koma hlutunum út. Maður þarf líka að bera virðingu fyrir því að þetta er ekki sjálfsagt, listsköpunin, og þetta er það sem ég hef valið mér, að gera tónlist.“ View this post on Instagram A post shared by JFDR (@j0fridur) Jófríður vinnur að ýmsum hliðum tónlistarinnar, bæði í lagasmíði og pródúseringu. „Ég vinn mikið með Josh manninum mínum og ég hef yfirleitt alltaf haft manneskju sem ég vinn með, get rætt við og átt í samtali við allan tímann, frá byrjun til enda á verkefni. Ég hef aldrei gert eitthvað verkefni alveg ein, sem væri alveg áhugavert að prófa. Maður stækkar samt svo mikið þegar maður vinnur með fólki, sérstaklega þegar það er svo næmt fyrir akkúrat þessu og sérhæfir sig í því. Ég held að mitt efni snúist mikið um samtalið og samvinnu í hljóðheiminum.“ Hlakkar til að deila upplifuninni með tónleikagestum Eins og áður segir er Jófríður á leið í tónleikaferðalag sem hún segist spennt að byrja á. „Við erum með skemmtilegt live sett og það lítur allt rosa vel út. Ég veit þó að þetta er ótrúlega mikil vinna og ég finn það í líkamanum mínum að ég er svona smá að halda niður í mér andanum og ég er pínu stressuð að ég muni bara hrynja niður í gólfið á miðri leið. Ég er ekki búin að gera þetta svo lengi þannig að ég er smá svona að undirbúa mig andlega en ég veit að um leið og maður byrjar og þetta er farið af stað þá verður þetta allt í góðu. Þetta verður örugglega ótrúlega gefandi og ótrúlega gott fyrir hjartað að fara í svona tónleikaferðalag.“ Jófríður, eða JFDR, lýkur tónleikaferðalaginu á sínum heimaslóðum.Dóra Dúna Hún segist hlakka til að upplifa tónlistina og allt í kringum tónleikana í gegnum áhorfendur og eiga í samtali við þá. „Síðasta platan mín kom út í Covid og ég spilaði ekki eina tónleika í kringum hana. Þá leið mér smá eins og hún hafi næstum því ekki verið til, hún hvarf hálfpartinn inn í Covid. Þannig að ég er svo spennt að vera með athafnir í kringum þessa plötu, að vera með tónleika þar sem við getum hlustað, talað, hlegið og grátið öll saman, það er rosa hollt fyrir mann.“ Jófríður lýkur svo tónleikaferðalaginu í Fríkirkjunni í Reykjavík 8. júní næstkomandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir því. Það verður komið sumar og ég hlakka til að fagna þessu tónleikaferðalagi í birtu í Reykjavík,“ segir hún að lokum. Hér má hlusta á Jófríði á streymisveitunni Spotify. Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Tengdar fréttir JFDR skrifar undir samning við breskt útgáfufyrirtæki Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR var að skrifa undir samning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Hún var einnig að gefa út smáskífuna „The Orchid“ en laginu fylgir nýtt myndband. 11. október 2022 18:01 Föstudagsplaylisti JFDR Jófríður Ákadóttir býður upp á spilunarlista smekkfullan af spánnýjum smellum. 14. febrúar 2020 15:40 Jófríður listamaður ársins hjá Grapevine Hatari er hljómsveit ársins. 5. janúar 2018 15:58 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Jófríður notast við listamannsnafnið JFDR og var að senda frá sér plötuna Museum, sem er hennar þriðja sóló plata. Hún er á leið í tónleikaferðalag sem hún hyggst ljúka í Reykjavík áttunda júní næstkomandi með tónleikum í Fríkirkjunni. Verða það jafnframt sextándu tónleikarnir á ferðalaginu. Jófríður var að gefa út plötuna Museum og er á leið í tónleikaferðalag.Dóra Dúna Tónlistin órjúfanlegur hluti af tilverunni „Ég byrjaði ung í tónlistarnámi og foreldrar mínir eru líka tónlistarmenn. Ég og tvíburasystir mín byrjuðum svo snemma að leika okkur að búa til tónlist í forritinu Garageband og tókum meðal annars þátt í hljómsveitakeppni í vinnuskólanum. Það þróaðist yfir í hljómsveitina Pascal Pinon, svo komu Músíktilraunir og þetta hélt áfram að þróast. Þegar okkur fannst spennandi að gera raftónlist byrjuðum við með hljómsveitina Samaris og ég fékk útrás fyrir eitthvað allt annað þar.“ Jófríður segir að allt hafi gerst í miklu flæði og samfélagið í kringum hana hafi einkennst af samræðum og sköpun. „Fólkið í kringum mig var sama fólk og ég var að búa til tónlist með. Svo gerðist það bara einhvern veginn að maður fór að setja eitthvað út og skapa einhverjar bylgjur, spila fyrir fólk og búa til meiri vinnu úr þessu. Þó að við höfum alltaf verið á fullu að spila og gefa út efni fannst mér ég samt einhvern veginn byrja að vera að vinna við þetta fyrr en seinna, kannski meira að segja eftir að ég var búin í menntaskóla.“ Hún segir umhverfið hafa spilað veigamikið hlutverk í hennar þróun. „Það hefur áhrif hvaða fólki maður er að hanga með, hvað manni finnst skemmtilegt, hvað maður hefur áhuga á og hvaða tækifæri eru í boði. Mér finnst ég líka hafa verið heppin að vera með svona nærandi umhverfi, bæði í Reykjavík og líka heima fyrir í mínum vinahópi og fjölskyldu,“ segir Jófríður, sem er alin upp í Vesturbænum. Jófríður Ákadóttir er alin upp í Vesturbænum og býr þar enn, á milli þess sem hún ferðast um heiminn.Vísir/Vilhelm Frelsandi og stórt skref Aðspurð hvað stendur upp úr frá því hún byrjaði í tónlist svarar Jófríður: „Auðvitað hefur maður lært svo ótrúlega margt. Það er margt sem ég sé sem áframhaldandi samheldinn þráð hjá mér. En það að taka skrefið og byrja sóló ferilinn, það var rosalega stórt skref. Þegar maður er búinn að vera í hljómsveitum lengi þá finnst manni svolítið erfitt að taka þetta pláss og segja: Nú ætla ég alveg að stjórna og prófa að gera bara mitt. Það var þó rosalega frelsandi og stórt fyrir mig að gera það.“ Hún segir þetta hafa verið rétta ákvörðun á réttum tíma. „Það getur verið erfitt að vinna með fólki því fólk vinnur á ólíkum hraða og á ólíkum forsendum. Ég fann bara að ég var með svo mikla orku, með mikla þörf til að búa eitthvað til og kýla á hlutina og fannst kannski kominn tími til að yfirfæra það í eitthvað annað. Þá fór að hægjast á hinum verkefnunum, því allt sem maður setur orku í það vex og orkan mín var meira komin yfir í sóló efnið mitt.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Back To The Sky með Ólafi Arnalds og JFDR frá árinu 2020: Lélegir plötusamningar og vondar ákvarðanir mótandi Hljómsveitirnar Pascal Pinon og Samaris hafa verið mikill skóli að sögn Jófríðar sem hún býr vel að. „Að vinna með fólki, prófa sig áfram, vinna með mismunandi plötufyrirtækjum og gera mistök er svo hollt. Til dæmis að gera lélega plötusamninga og taka vondar ákvarðanir, stórar og smáar. Maður er reynslunni ríkari og það er gott að hafa gert þetta þegar maður er ungur og til dæmis ekki með mjög há mánaðarleg útgjöld. Það var rosa mikil hjálp fyrir mig að þurfa ekki að vera að stressast í því.“ Jófríður segir sköpunargleðina búa í okkur öllum og er þakklát fyrir þann vettvang sem hún hefur fyrir listsköpunina. „Ég held að það séu rosalega margir sem hafa margt fram á að færa en hafa kannski ekki fengið þessi ár eins og ég hafði sem unglingur við að leika mér og prófa mig áfram, búa til eitthvað batterí í kringum það sem ég var að gera þegar það var ekki mikið í húfi. Fallið gat verið rosalega mjúkt og ég bý mjög vel að því, það eru algjör forréttindi.“ Mamma sendi plötuna á erlent fyrirtæki Tengingin við erlendu tónlistarsenuna á upptök sín að rekja til móður Jófríðar. „Við byrjuðum Pascal Pinon í kringum árið 2008 og fyrsta platan okkar kemur út 2009. Síðan sendir mamma plötuna á uppáhalds plötufyrirtækið sitt í Þýskalandi. Hún sendir bara póst og skrifar hér er plata og sendi líka blaðaúrklippur og einhvern texta,“ segir Jófríður kímin og bætir við: „Þetta var plötufyrirtæki með sterka íslenska tengingu, var að gefa út efni með íslensku hljómsveitunum Seabear og Múm og mamma var svo hrifin af þessari tónlist. Pósturinn hennar skilaði sér svo í plötusamningi og samstarfi við þetta fyrirtæki í mörg ár. Þetta er svo krúttlegt að ég fæ meira að segja smá hnút í magann að tala um þetta, ég hef ekki hugsað um þetta lengi. Mamma var ekki umboðsmaður hljómsveitarinnar en hún er rosa mikill aðdáandi. Hún er líka mjög brútal stundum og óhrædd við það. Einhvern tíma hélt ég tónleika og var illa undirbúin og hún sagði bara Jófríður þú ert ekki enn þá fjórtán ára, þetta er ekki krúttlegt lengur. Ég var bara alveg miður mín,“ segir Jófríður hlæjandi og bætir við að mamma sín sé frábær og hafi jú átt upptök að ferlinum erlendis. „Svo fórum við að vinna með plötufyrirtækinu hennar Bjarkar í Bretlandi sem heitir One Little Independent. Það var rosa góður skóli og við unnum með þeim í mörg ár. Þetta þýska fyrirtæki var meira kósý en breski bransinn er miklu harðari, hlutirnir gerast hratt og umhverfið er harðara. Þar er líka mögulega meira til að vinna, því meira sem er í húfi því meiri harka fylgir. Við kynntumst því aðeins líka. Eftir það ákvað ég að finna einhvern milliveg fyrir mitt eigið verkefni.“ Myndi segja yngri Jófríði að hafa trú á tónlistinni sinni Jófríður er nú samningsbundin í tónlistinni en segist lengi hafa unnið algjörlega sjálfstætt og gefið út sjálf. „Það var gott að geta nýtt mér þessa nýjung sem er komin upp í tónlistarheiminum þar sem þú getur verið bara með dreifingarsamning og þau taka miklu lægri prósentu til styttri tíma. Þú færð kannski minni stuðning en fyrir vikið ertu með meira frelsi. Ég var mjög lengi í því, mig langaði að byggja þetta upp hægt og gera það á mínum forsendum.“ Sú ákvörðun var að sögn Jófríðar mikilvæg og góð. „Það hefur skilað sér rosa mikið til mín aftur, þó maður sé kannski ekki með jafn mikið áberandi þá á maður efnið sitt og hefur þau spil í hendi. Ég lærði svo margt þegar ég var í Samaris, til dæmis að ef maður les ekki smáa letrið og er ekki að passa sig og maður þekkir ekki bransann, þá getur maður lent í leiðindum. Það náttúrulega getur enginn gert þá kröfu að maður þekki bransann þegar maður er fimmtán ára, en ef þú gefur alltof mikið alltof snemma þá hefurðu miklu minna til að spila með og semja um.“ Jófríður hefur lært margt og mikið af því að hafa verið í tónlistarbransanum frá unglingsaldri.Vísir/Vilhelm Hún segir margt hafa komið sér á óvart og það sé algengt að fólk eigi erfitt með að átta sig á bransanum. „Það er ótrúlegt hvað fólk á erfitt með að átta sig á sínu eigin virði, hversu mikils virði er tónlistin? Ég held að ef ég gæti farið aftur í tímann og talað við sjálfa mig, þegar við vorum að gera samninga eða bara þegar við vorum að byrja, þá myndi ég vilja segja: Hey þetta er flott stöff og þú þarft bara að hafa trú á þessu. Ég man bara að ef einhver ætlaði að gefa mér hundrað þúsund kall, segjum bara sem dæmi, þá er maður bara vá í alvörunni, meturðu þetta svona mikils? Svo fattar maður ekki að þetta er miklu meira virði en það. Maður kann ekki að meta þessa hluti og þetta er rosalega erfitt. Þannig að ég þurfti að læra það og þegar ég fór að gera sóló efni þá hélt ég spilunum að mér og ákvað að fara hægt í gegnum þetta, bara á mínum forsendum og mér finnst það rosa gott.“ Hún segir einnig erfitt að fá almennilegar ráðleggingar þegar það kemur til dæmis að samningum. „Þegar við vorum að leita okkur ráðleggingar og tala við fólk sem veit meira en maður sjálfur þá fannst mér rosa erfitt að fá skýr svör. Hvað er góður samningur og hvað eigum við að skrifa undir? Við vorum með umboðsmann og lögfræðinga og alls konar fólk og samt er maður á endanum að skrifa undir eitthvað sem maður hefði ekki viljað skrifa undir, þegar maður er búinn að átta sig á hlutunum. Það er svo magnað að þeir sem maður hefði haldið að vissu þetta og maður treysti voru ekki nógu skýrir, að mínu mati.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Life Man af nýju plötunni Museum: Tónlist sem hentar stærri markaði Áhuginn hefur alltaf leitað til útlanda í tónlistinni hjá Jófríði. „Við vorum aldrei með metnað í að vera stórt band á Íslandi. Hugsunin var alltaf að tónlistin væri ekki nógu mainstream og hún þyrfti að fara á stærri markað til að finna nógu stóran og góðan hlustendahóp. Áherslan var alltaf að fara út, því Ísland er svo lítið land. Það er alls ekki þannig að Ísland skipti ekki máli, áherslan var bara önnur hjá okkur.“ Það má með sanni segja að tónlistin einkenni líf Jófríðar og lýsir hún tónlistinni sem orkuskiptum. „Tónlistin er alltumlykjandi, hún fer svo oft fram hjá heilanum og fram hjá augunum og beint inn í hjartað. Ég held að það séu svo margir sem upplifa mjög sterka tengingu við tónlist því hún er orkan í rýminu eða orkan sem þú ert að hlaða þig með. Það er svo frábær, lúmskur og magnaður miðill. Ég hef alltaf verið rosa hrifin af tónlist, hef hlustað heilmikið á hana frá því ég var mjög lítil. Fyrir mér er þetta líklega minn uppáhalds miðill, sem ég hef alltaf verið mjög næm fyrir og langað að skapa eitthvað úr.“ Jófríður er þakklát fyrir að geta gert tónlist út frá sjálfri sér.Dóra Dúna Tónlistin er því einhvers konar köllun hjá Jófríði og segist hún aldrei hafa efast um að hún sé á réttri hillu. „Ég verð alveg stundum þreytt, þreytt á því að setja pressu á sjálfa mig að búa eitthvað til eða standast einhverjar væntingar. Ég finn það alveg að maður verður þreyttur að taka ákvarðanir og stundum hugsa ég að ég vildi að ég væri bara að vinna við eitthvað sem maður þarf ekki að gera með hausnum. Þar kemur kannski inn smá efi en ég held að ég sé frekar heppin, ég fæ ekki svona loddaralíðan (e. imposter syndrom) eða hugsa að fólki finnst þetta ekki gott, því ég hef alltaf verið frekar góð í að meta hlutina út frá sjálfri mér. Ég er að gera tónlist fyrir sjálfa mig og á mínum eigin forsendum. Það er mikill kostur og maður þarf að bera virðingu fyrir því, það er ekki sjálfsagt.“ Mikilvægt að taka pásuna svo pásan taki þig ekki Dagarnir eru fjölbreyttir hjá þessari tónlistarkonu. „Daglegt líf getur verið svolítið kaotískt, eins og ég var að tala um áðan, að vera þreytt. Ég verð oft svolítið þreytt á því að vera ekki með fasta rútínu og að þurfa alltaf að taka ákvarðanir. Sérstaklega þegar maður er að gefa eitthvað út, það er ótrúlega mikið um að vera og maður þarf að vera hér og þar. Það er ótrúlega skemmtilegt en það getur líka verið smá kaotískt. Þannig að daglegt líf núna er mjög fjölbreytt og ég þarf svolítið að ákveða í byrjun dags hvort ég ætli í stúdíóið og vinna í tónlist eða ætla ég að svara tölvupósti og sinna öðrum verkefnum, hvenær ætla ég að taka pásu og hversu langa og þar fram eftir götum.“ Aðspurð hvort hún sé dugleg að passa að taka því rólega inn á milli svarar Jófríður: „Að sjálfsögðu verður maður að vera duglegur að taka pásur, annað hvort tek ég pásuna eða pásan tekur mig.“ Fólkið aðal innblásturinn Innblásturinn fær hún úr ýmsum áttum en þó aðallega frá fólkinu í kringum sig. „Auðvitað fæ ég innblástur frá því sem ég tek inn, ef ég er að hlusta, lesa eða horfa á eitthvað. Mér finnst það þó fara í hrærigrauts pott og undirmeðvitundin vinnur úr því og spýtir einhverju út. En ég finn að ég fæ rosalega mikla orku frá fólki í kringum mig, til dæmis ef ég er að hitta fólk sem er að búa til tónlist eða er að vinna með fólki og sé mismunandi ferla. Mér finnst áhugavert að pæla í fólki og hvernig ferla það hefur, hvernig það vinnur, það er svo inspererandi. Ég er stöðugt að finna upp mitt ferli og búa til nýtt, bæði í listsköpun og í daglegu lífi. Það hvernig ég geri hlutina er alltaf í stöðugri endurskoðun. Við erum sem dæmi alltaf að halda okkur uppteknum, skrolla í símanum, svara skilaboðum eða gera eitthvað. En ég held það sé svo hollt að staldra við. Stundum þarf ég að þvinga sjálfa mig til að til dæmis bara brjóta saman þvott eða skera kartöflur, ekki vera alltaf með milljón hluti í gangi á sama tíma.“ Jófríður Ákadóttir, JFDR, er óhrædd við að nálgast erfiðar tilfinningar í lögunum sínum.Vísir/Vilhelm Enduruppgötvun Nýja platan hennar Jófríðar heitir sem áður segir Museum eða safn. „Fyrir mitt leyti fjallar platan svolítið um að enduruppgötva eitthvað ferli. Ég var komin á stað þar sem mér fannst erfitt að skapa og sjá fyrir mér hvernig þessi plata myndi verða til. Ég gerði ekkert í langan tíma en hún var í hausnum og maganum á mér svo á lokasprettinum gerði ég allt. Það var allt rosa meðvitað, ég var búin að vera lengi að hugsa og spá og svo ákvað ég bara að setja pening í stúdíó tíma og þá var kominn harður rammi að klára þetta. Við fórum og tókum upp í nokkra daga, svo fórum við aftur tveimur mánuðum síðar, mixuðum plötuna og þá vorum við búin. Þetta plan virkaði, það hefði alveg getað ekki virkað en þetta gekk einhvern veginn upp. Það var svo fallegt og ég, maðurinn minn Josh Wilkinson og Shahzad Ismaily samstilltum okkur algjörlega við að klára þetta og okkur tókst mjög vel til, sem var ákveðið kraftaverk,“ segir Jófríður en hún hefur unnið með þeim báðum oft áður í tónlistinni og mynda þau öflugt teymi. „Í dag er ég svo strax að hugsa um næstu plötu, það er alltaf þannig hjá mér.“ Falleg og erfið tilvera Jófríður er óhrædd við að nálgast erfiðar tilfinningar í textunum sínum. „Í tónlistinni skrifa ég um það sem hreyfir við mér og með þessari plötu finnst mér ég óvart hafa verið að detta inn í nostalgíu sem er smá melankólísk. Ég er að leita að fegurð inn í erfiðum, óþægilegum og sárum hlutum sem leið til að segja við heiminn að það er rosa fallegt en rosa erfitt að vera til. Þetta fjallar um ástir og tilfinningar en þegar allt kemur til alls er þetta líka viðurkenning á því að allt getur verið rosa fallegt þó það sé sárt.“ Aðspurð hvort það sé erfitt að fara inn í þessar tilfinningar hugsar Jófríður sig aðeins um. „Þetta er ekki spurning sem er hægt að svara já eða nei við. Auðvitað er það erfitt og margslungið en á sama tíma er þetta líka eitthvað sem ég hef alltaf gert. Maður þarf alltaf að fara inn í eitthvað til að vinna úr því og þetta er kannski mín leið til að gera þetta. Ég held við séum öll með einhverjar leiðir til að meðtaka tilveruna og listsköpun er ein af þeim. Ég held það sé erfitt fyrir fólk sem hefur ekkert rými til að koma hlutunum út. Maður þarf líka að bera virðingu fyrir því að þetta er ekki sjálfsagt, listsköpunin, og þetta er það sem ég hef valið mér, að gera tónlist.“ View this post on Instagram A post shared by JFDR (@j0fridur) Jófríður vinnur að ýmsum hliðum tónlistarinnar, bæði í lagasmíði og pródúseringu. „Ég vinn mikið með Josh manninum mínum og ég hef yfirleitt alltaf haft manneskju sem ég vinn með, get rætt við og átt í samtali við allan tímann, frá byrjun til enda á verkefni. Ég hef aldrei gert eitthvað verkefni alveg ein, sem væri alveg áhugavert að prófa. Maður stækkar samt svo mikið þegar maður vinnur með fólki, sérstaklega þegar það er svo næmt fyrir akkúrat þessu og sérhæfir sig í því. Ég held að mitt efni snúist mikið um samtalið og samvinnu í hljóðheiminum.“ Hlakkar til að deila upplifuninni með tónleikagestum Eins og áður segir er Jófríður á leið í tónleikaferðalag sem hún segist spennt að byrja á. „Við erum með skemmtilegt live sett og það lítur allt rosa vel út. Ég veit þó að þetta er ótrúlega mikil vinna og ég finn það í líkamanum mínum að ég er svona smá að halda niður í mér andanum og ég er pínu stressuð að ég muni bara hrynja niður í gólfið á miðri leið. Ég er ekki búin að gera þetta svo lengi þannig að ég er smá svona að undirbúa mig andlega en ég veit að um leið og maður byrjar og þetta er farið af stað þá verður þetta allt í góðu. Þetta verður örugglega ótrúlega gefandi og ótrúlega gott fyrir hjartað að fara í svona tónleikaferðalag.“ Jófríður, eða JFDR, lýkur tónleikaferðalaginu á sínum heimaslóðum.Dóra Dúna Hún segist hlakka til að upplifa tónlistina og allt í kringum tónleikana í gegnum áhorfendur og eiga í samtali við þá. „Síðasta platan mín kom út í Covid og ég spilaði ekki eina tónleika í kringum hana. Þá leið mér smá eins og hún hafi næstum því ekki verið til, hún hvarf hálfpartinn inn í Covid. Þannig að ég er svo spennt að vera með athafnir í kringum þessa plötu, að vera með tónleika þar sem við getum hlustað, talað, hlegið og grátið öll saman, það er rosa hollt fyrir mann.“ Jófríður lýkur svo tónleikaferðalaginu í Fríkirkjunni í Reykjavík 8. júní næstkomandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir því. Það verður komið sumar og ég hlakka til að fagna þessu tónleikaferðalagi í birtu í Reykjavík,“ segir hún að lokum. Hér má hlusta á Jófríði á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Tengdar fréttir JFDR skrifar undir samning við breskt útgáfufyrirtæki Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR var að skrifa undir samning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Hún var einnig að gefa út smáskífuna „The Orchid“ en laginu fylgir nýtt myndband. 11. október 2022 18:01 Föstudagsplaylisti JFDR Jófríður Ákadóttir býður upp á spilunarlista smekkfullan af spánnýjum smellum. 14. febrúar 2020 15:40 Jófríður listamaður ársins hjá Grapevine Hatari er hljómsveit ársins. 5. janúar 2018 15:58 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
JFDR skrifar undir samning við breskt útgáfufyrirtæki Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, einnig þekkt sem JFDR var að skrifa undir samning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth. Hún var einnig að gefa út smáskífuna „The Orchid“ en laginu fylgir nýtt myndband. 11. október 2022 18:01
Föstudagsplaylisti JFDR Jófríður Ákadóttir býður upp á spilunarlista smekkfullan af spánnýjum smellum. 14. febrúar 2020 15:40