Bæta þurfi upprunamerkingu á matvöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2023 21:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, sem flutti m.a. ávarp á fundinum á Hótel Selfossi í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra segir ekki boðlegt að upprunamerkingar á matvörum eins og kjöti séu ekki réttar í íslenskum verslunum. Hún segir að það þurfi samstillt átak til að taka á málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira