Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir skrifar 26. apríl 2023 14:00 Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagasamtök Geðheilbrigði Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun