„Gott fyrir mig að fá þetta mótlæti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2023 07:56 Ýmir Örn Gíslason í leik með íslenska landsiðlinu á EM 2022. EPA/ANDREAS HILLERGREN Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason segir að það hafi verið rétt skref fyrir sig á sínum tíma að fara úr efstu deild á Íslandi til stórliðs Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Ýmir samdi við Rhein-Neckar Löwen árið 2020 og kom hann til félagsins beint frá Val. Löwen er eitt stærsta félagið í þýsku deildinni. Ýmir leikur mestmegnis í vörninni hjá liðinu en fær einnig sín tækifæri inni á línunni. „Eftir á að hyggja finnst mér það ekki hafa verið rangt skref hjá mér að fara út í þennan klúbb. Ég kem inn í frábæran klúbb. Fyrstu tvö árin svolítið erfið, við erum með fjóra þjálfara og klúbburinn að ganga í gegnum ákveðna lægð. Við fáum nýjan þjálfara inn núna sem er með góða sýn á hlutina. Það sýndi sig eflaust núna þar sem við kláruðum bikarinn og vinnum hann. Ég myndi segja við alla handboltamenn að taka eins stór skref og þú getur, alltaf,“ segir Ýmir og heldur áfram. „Alveg frá byrjun var ég að spila mikið en svo hefur þetta kannski aðeins breyst á þessu tímabili. Ég byrjaði á því að spila ekki neitt en það er eitthvað sem allir ganga í gegnum. Eftir á að hyggja var það bara gott fyrir mig að fá þetta mótlæti. Þá er gott að hafa góða í kringum sig. Svo stækkaði hlutverkið því sem meira leið á tímabilið.“ Tímabilið hefur verið ágætt í deildinni hjá Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu en liðið situr í 5. sætinu. Liðið hafnaði í 10. sætinu á síðasta tímabili. „Við töpuðum fjórum leikjum í röð á tímabilinu sem er frekar dýrt fyrir okkur núna og svekkjandi. Klúbburinn gaf það út fyrir mót að við vildum vera í efstu fimm sætunum. Við erum núna í fimmta sætinu og það eru átta stig í næsta sæti. Bikarmeistarar. Ég held að við séum sannarlega á pari á þessu tímabili.“ Þýski handboltinn Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ýmir samdi við Rhein-Neckar Löwen árið 2020 og kom hann til félagsins beint frá Val. Löwen er eitt stærsta félagið í þýsku deildinni. Ýmir leikur mestmegnis í vörninni hjá liðinu en fær einnig sín tækifæri inni á línunni. „Eftir á að hyggja finnst mér það ekki hafa verið rangt skref hjá mér að fara út í þennan klúbb. Ég kem inn í frábæran klúbb. Fyrstu tvö árin svolítið erfið, við erum með fjóra þjálfara og klúbburinn að ganga í gegnum ákveðna lægð. Við fáum nýjan þjálfara inn núna sem er með góða sýn á hlutina. Það sýndi sig eflaust núna þar sem við kláruðum bikarinn og vinnum hann. Ég myndi segja við alla handboltamenn að taka eins stór skref og þú getur, alltaf,“ segir Ýmir og heldur áfram. „Alveg frá byrjun var ég að spila mikið en svo hefur þetta kannski aðeins breyst á þessu tímabili. Ég byrjaði á því að spila ekki neitt en það er eitthvað sem allir ganga í gegnum. Eftir á að hyggja var það bara gott fyrir mig að fá þetta mótlæti. Þá er gott að hafa góða í kringum sig. Svo stækkaði hlutverkið því sem meira leið á tímabilið.“ Tímabilið hefur verið ágætt í deildinni hjá Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu en liðið situr í 5. sætinu. Liðið hafnaði í 10. sætinu á síðasta tímabili. „Við töpuðum fjórum leikjum í röð á tímabilinu sem er frekar dýrt fyrir okkur núna og svekkjandi. Klúbburinn gaf það út fyrir mót að við vildum vera í efstu fimm sætunum. Við erum núna í fimmta sætinu og það eru átta stig í næsta sæti. Bikarmeistarar. Ég held að við séum sannarlega á pari á þessu tímabili.“
Þýski handboltinn Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira