Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 17:24 Skipulagsbreytingar voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Kópavogsbær Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs. Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs.
Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31