Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Rúnar hefur starfað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu sem sérfræðingur á skrifstofu menningar- og fjölmiðla en hefur verið veitt tímabundið leyfi. Rúnar er eins og áður segir með doktorspróf í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað í opinberri stjórnsýslu undanfarin ár, bæði hjá Stjórnarráðinu og Minjastofnun.
Rúnar tekur við embættinu 1. maí næstkomandi þegar Kristín Huld Sigurðardóttir, núverandi forstöðumaður, lætur af störfum.