Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 07:19 Carlson þykist greinilega vera maður sannleikans en smáskilaboð hans leiddu í ljós að það hefur ekki farið saman það sem hann segir í samtölum og það sem hann segir á skjánum. Getty/Icon Sportswire/Rich Graessle Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira