Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 09:15 Elizabeth Holmes er 38 ára gömu tveggja barna móðir. Hún eignaðist bæði börnin eftir að var ljóst að hún ætti yfir sér sakamálarannsókn og mögulega áralöng fangelsisvist. AP/Jeff Chiu Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. Alríkisdómari í máli Holmes hafnaði fyrir tveimur vikum kröfu hennar um að hún fengi að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar rúmlega ellefu ára fangelsisdómi fyrir fjársvik sem hún hlaut í janúar í fyrra. Holmes átti samkvæmt því að hefja afplánun í dag. Lögmenn Holmes tilkynntu dómaranum seint í gær að hún gæfi sig ekki fram til afplánunar í dag þar sem hún hefði áfrýjað synjun hans um lausn gegn tryggingu. AP-fréttastofan segir að áfrýjunin fresti sjálfkrafa upphafi afplánunarinnar vegna þess að Holmes hefur gengið laus gegn tryggingu frá því að hún var sakfelld fyrir rúmu ári. Ramesh „Sunny“ Balwani, fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi ástmaður Holmes, áfrýjaði á sambærilegan hátt þegar dómari í hans málið neitaði honum um lausn gegn tryggingu á meðan hann áfrýjaði hátt í þrettán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir nánast sömu brot og Holmes. Réttað var yfir fyrrverandi parinu hvoru í sínu lagi eftir að Holmes sakaði Balwani um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru saman. Áfrýjun Balwani var hafnað. Hann hóf afplánun sína í alríkisfangelsi í Kaliforníu fyrir viku. Hún átti upphaflega að hefjast 16. mars. Engin innistæða fyrir digurbarkalegum fullyrðingum Stjarna Holmes reis hátt á sínum tíma og var henni gjarnan líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisana Apple. Að hennar sögn bjó Theranos yfir tækni sem gerbylti blóðprufum. Með henni þyrfti aðeins einn einasta blóðdropa til þess að greina alls kyns sjúkdóma og kvilla. Engin innistæða reyndist fyrir þeim fullyrðingum. Theranos fór á hausinn með tilþrifum í kjölfar uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins. Á meðal þess sem kom í ljós var að Theranos notaði blóðgreiningartæki keppinauta sinna til þess að greina blóðprufur á laun. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11. apríl 2023 19:53 Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52 Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alríkisdómari í máli Holmes hafnaði fyrir tveimur vikum kröfu hennar um að hún fengi að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar rúmlega ellefu ára fangelsisdómi fyrir fjársvik sem hún hlaut í janúar í fyrra. Holmes átti samkvæmt því að hefja afplánun í dag. Lögmenn Holmes tilkynntu dómaranum seint í gær að hún gæfi sig ekki fram til afplánunar í dag þar sem hún hefði áfrýjað synjun hans um lausn gegn tryggingu. AP-fréttastofan segir að áfrýjunin fresti sjálfkrafa upphafi afplánunarinnar vegna þess að Holmes hefur gengið laus gegn tryggingu frá því að hún var sakfelld fyrir rúmu ári. Ramesh „Sunny“ Balwani, fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi ástmaður Holmes, áfrýjaði á sambærilegan hátt þegar dómari í hans málið neitaði honum um lausn gegn tryggingu á meðan hann áfrýjaði hátt í þrettán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir nánast sömu brot og Holmes. Réttað var yfir fyrrverandi parinu hvoru í sínu lagi eftir að Holmes sakaði Balwani um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru saman. Áfrýjun Balwani var hafnað. Hann hóf afplánun sína í alríkisfangelsi í Kaliforníu fyrir viku. Hún átti upphaflega að hefjast 16. mars. Engin innistæða fyrir digurbarkalegum fullyrðingum Stjarna Holmes reis hátt á sínum tíma og var henni gjarnan líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisana Apple. Að hennar sögn bjó Theranos yfir tækni sem gerbylti blóðprufum. Með henni þyrfti aðeins einn einasta blóðdropa til þess að greina alls kyns sjúkdóma og kvilla. Engin innistæða reyndist fyrir þeim fullyrðingum. Theranos fór á hausinn með tilþrifum í kjölfar uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins. Á meðal þess sem kom í ljós var að Theranos notaði blóðgreiningartæki keppinauta sinna til þess að greina blóðprufur á laun.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11. apríl 2023 19:53 Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52 Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11. apríl 2023 19:53
Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52
Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18