Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 19:18 Frá glugga á umræddri íbúð. Ekki hefur verið búið í íbúðinni síðan 2020. Vísir/Arnar Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“ Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“
Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira